Erlent

Þorpsbúar flýja eldgos

Um 1200 manns hafa flúið eldfjall í Indónesíu sem fór að gjósa um helgina. Eldfjallið, Karangetang, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins og höfðu vísindamenn varað við því í lok síðustu viku að það gæti farið að gjósa. Síðast gaus fjallið í ágúst og þá fórust fjórir. Engar fregnir hafa borist af manntjóni nú en skemmdir hafa orðið á húsum í þorpum í fjallshlíðinni. Mökkurinn úr fjallinu náði rúmlega tvö þúsund metra hæð í gær og hraun streymir niður fjallshlíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×