Enski boltinn

Ferdinand fer ekkert í fýlu þótt að hann hafi misst fyrirliðabandið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand og John Terry.
Rio Ferdinand og John Terry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United maðurinn Rio Ferdinand ætlar að halda áfram að gefa kost á sér í enska landsliðið þótt að hann hafi misst fyrirliðabandið aftur til John Terry. Ferdinand tjáði óánægju sína opinberlega en það mun ekki hafa nein áhrif á framtíð hans með landsliðinu.

„Rio mun aldrei snúa bakinu við enska landsliðinu," sagði heimildarmaður BBC Sports sem er nákominn Rio Ferdinand. „Hann elskar að spila fyrir landsliðið og Fabio Capello getur ekki breytt því," hafði BBC ennfremur eftir þessum heimildarmanni sínum.

Rio Ferdinand er meiddur eins og er og hann hefur misst af mörgum leikjum síðan að Capello gerði hann að fyrirliða í fyrra þegar upp komst um framhjáhalda John Terry.

BBC heldur því samt fram að Ferdinand hafi forðast það að hitta á Fabio Capello þegar ítalska stjórinn mætti í tvígang á Old Trafford með stuttu millibili, fyrsta á Meistaradeildardeild leik við Marseilla og svo á deildarleik við Bolton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×