Jóhanna segist ekki ætla að segja af sér 24. mars 2011 10:47 Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi fyrir stundu að hún telji ekki ástæðu til að hún segi af sér vegna brota á jafnréttislögum Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra íhugar ekki afsögn í framhaldi af því að hún braut jafnréttislög samkvæmt úrskurði Kærunefndar jafnréttismála. Þetta sagði hún á Alþingi fyrir stundu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í óundurbúnum fyrirspurnatíma og sagðist ekki trúa öðru en að Jóhanna væri að íhuga afsögn vegna málsins. „Er hún ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn?" spurði Bjarni og sagði blasa við þjóðinni að það væri eina færa leiðin fyrir hana. Jóhanna tók þá til máls og svaraði Bjarna: „Ég tel ekki efni til að segja af mér" og vísaði til þess að faglega hefði verið staðið að ráðningu umrædds skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Tók Jóhanna fram að sú kona sem kærði ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála hafi verið metin fimmta hæfust í starfið hjá ráðuneytinu. Bent hefur verið á að ef umrædd kona hefði verið ráðin í starfið ætti Jóhanna mögulega yfir höfði sér ákúrur fyrir að ráða flokkssystur sína frekar en hæfari einstakling. Jóhanna sagði á Alþingi að þó hún íhugaði ekki afsögn þá hefði það vel komið til greina ef hún hefði gerst sek um pólitíska stöðuveitingu. Rifjaði hún í framhaldinu upp ráðningu Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara í ráðherratíð Árna Mathiesen sem leit framhjá hæfnismati og skipaði þann sjöunda hæfasta í stöðuna. Tengdar fréttir Jóhanna braut jafnréttislög við skipan í embætti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstoftu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. 22. mars 2011 23:11 Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 23. mars 2011 11:43 Jóhanna: Ég er með hreina samvisku Jóhanna Sigurðardóttir segist vera með hreina samvisku vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneitinu. 23. mars 2011 18:35 Þorgerður Katrín: Hrokafull og aumingjaleg yfirlýsing „Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins. Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma. Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum. Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum. Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus 23. mars 2011 14:45 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra íhugar ekki afsögn í framhaldi af því að hún braut jafnréttislög samkvæmt úrskurði Kærunefndar jafnréttismála. Þetta sagði hún á Alþingi fyrir stundu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í óundurbúnum fyrirspurnatíma og sagðist ekki trúa öðru en að Jóhanna væri að íhuga afsögn vegna málsins. „Er hún ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn?" spurði Bjarni og sagði blasa við þjóðinni að það væri eina færa leiðin fyrir hana. Jóhanna tók þá til máls og svaraði Bjarna: „Ég tel ekki efni til að segja af mér" og vísaði til þess að faglega hefði verið staðið að ráðningu umrædds skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Tók Jóhanna fram að sú kona sem kærði ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála hafi verið metin fimmta hæfust í starfið hjá ráðuneytinu. Bent hefur verið á að ef umrædd kona hefði verið ráðin í starfið ætti Jóhanna mögulega yfir höfði sér ákúrur fyrir að ráða flokkssystur sína frekar en hæfari einstakling. Jóhanna sagði á Alþingi að þó hún íhugaði ekki afsögn þá hefði það vel komið til greina ef hún hefði gerst sek um pólitíska stöðuveitingu. Rifjaði hún í framhaldinu upp ráðningu Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara í ráðherratíð Árna Mathiesen sem leit framhjá hæfnismati og skipaði þann sjöunda hæfasta í stöðuna.
Tengdar fréttir Jóhanna braut jafnréttislög við skipan í embætti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstoftu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. 22. mars 2011 23:11 Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 23. mars 2011 11:43 Jóhanna: Ég er með hreina samvisku Jóhanna Sigurðardóttir segist vera með hreina samvisku vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneitinu. 23. mars 2011 18:35 Þorgerður Katrín: Hrokafull og aumingjaleg yfirlýsing „Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins. Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma. Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum. Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum. Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus 23. mars 2011 14:45 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Jóhanna braut jafnréttislög við skipan í embætti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstoftu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. 22. mars 2011 23:11
Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 23. mars 2011 11:43
Jóhanna: Ég er með hreina samvisku Jóhanna Sigurðardóttir segist vera með hreina samvisku vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneitinu. 23. mars 2011 18:35
Þorgerður Katrín: Hrokafull og aumingjaleg yfirlýsing „Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins. Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma. Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum. Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum. Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus 23. mars 2011 14:45
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent