Innlent

Jóhanna segist ekki ætla að segja af sér

Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi fyrir stundu að hún telji ekki ástæðu til að hún segi af sér vegna brota á jafnréttislögum
Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi fyrir stundu að hún telji ekki ástæðu til að hún segi af sér vegna brota á jafnréttislögum
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra íhugar ekki afsögn í framhaldi af því að hún braut jafnréttislög samkvæmt úrskurði Kærunefndar jafnréttismála. Þetta sagði hún á Alþingi fyrir stundu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í óundurbúnum fyrirspurnatíma og sagðist ekki trúa öðru en að Jóhanna væri að íhuga afsögn vegna málsins. „Er hún ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn?" spurði Bjarni og sagði blasa við þjóðinni að það væri eina færa leiðin fyrir hana.

Jóhanna tók þá til máls og svaraði Bjarna: „Ég tel ekki efni til að segja af mér" og vísaði til þess að faglega hefði verið staðið að ráðningu umrædds skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Tók Jóhanna fram að sú kona sem kærði ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála hafi verið metin fimmta hæfust í starfið hjá ráðuneytinu.

Bent hefur verið á að ef umrædd kona hefði verið ráðin í starfið ætti Jóhanna mögulega yfir höfði sér ákúrur fyrir að ráða flokkssystur sína frekar en hæfari einstakling.

Jóhanna sagði á Alþingi að þó hún íhugaði ekki afsögn þá hefði það vel komið til greina ef hún hefði gerst sek um pólitíska stöðuveitingu. Rifjaði hún í framhaldinu upp ráðningu Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara í ráðherratíð Árna Mathiesen sem leit framhjá hæfnismati og skipaði þann sjöunda hæfasta í stöðuna.


Tengdar fréttir

Jóhanna braut jafnréttislög við skipan í embætti

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstoftu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu.

Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög

Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna.

Jóhanna: Ég er með hreina samvisku

Jóhanna Sigurðardóttir segist vera með hreina samvisku vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem komst að því að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karl var tekinn fram yfir konu við ráðningu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneitinu.

Þorgerður Katrín: Hrokafull og aumingjaleg yfirlýsing

„Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu?," spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í framhaldi af því að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væru sek um brot gegn jafnréttislögum. Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag þar sem því var vísað á bug að jafnréttislög hefðu verið brotin og sagt að fagmannalega hafi verið staðið að ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þorgerður Katrín tók málið upp í umræðum á Alþingi í dag um störf þingsins. Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fordæmdi einnig brot forsætisráðherra og vakti athygli á því að Jóhanna er ekki aðeins ráðherra jafnréttismála heldur mælti hún fyrir jafnréttislögunum á þingi á sínum tíma. Þá vildi Ragnheiður meina að Jóhanna hefði ekki axlað ábyrgð og að hún benti á alla aðra en sjálfa sig í málinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta brot á jafnréttislögum jafn alvarlegum augum og brot á öðrum lögum. Hún sagði málið grafalvarlegt og bindur hún vonir við að því verði fylgt eftir innan ráðuneytisins og stjórnsýslunnar „með tilhlýðlegum hætti," hvort sem það er með lagabreytingum eða öðrum. Hið minnsta sé nauðsynlegt að farið verði að úrskurðinum, sem að hennar mati er vel rökstuddur og afdráttarlaus



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×