Enski boltinn

Neuer vill ekki fara til Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Manuel Neuer.
Manuel Neuer.
Það verður ekkert af því að þýski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer gangi í raðir Man. Utd í sumar.

Neuer hefur verið orðaður við United í marga mánuði enda er Edwin van der Sar að leggja hanskana á hilluna í sumar.

Neuer hefur nú gefið United afsvar en hann stefnir að því að spila áfram í Þýskalandi en hann leikur með schalke.

"Ég vil vinna þýsku deildina að minnsta kosti einu sinni á ferlinum. Sumir segja að ég þurfi að prófa að spila erlendis en ég er ekki endilega sammála því," sagði Neuer.

Hermt er að Man. Utd muni nú beina spjótum sínum að David de Gea, markverði Atletico Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×