Enski boltinn

Nani: Sir Alex leyfir mér ekki að gera mikið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nani.
Nani. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nani hjá Manchester United hefur kvartað undan alltof miklum aga í spilamennsku United-liðsins og segist ekki fá að njóta sín næginlega mikið í leik liðsins. Nani hefur engu að síður átt mjög gott tímabil enda með 9 mörk og 17 stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíðarinnar.

Nani sem er 24 ára gamall lærði sinn fótbolta á götum Lissabon en segir að Sir Alex Ferguson hafi klippt af honum vængina.

„Ég reyni að njóta þess að spila en það er ekki alltaf hægt því ég hef svo mikið af skyldum gagnvart liðinu," sagði Nani í viðtali við spænska blaðið Don Balón.

„Götuboltinn kraumar í mér og það er ekki auðvelt að láta hann brjótast fram í leikjum með United því Sir Alex leyfir ekki mikið frjálsræði. Ég get ekki gert hluti sem ég var vanur að gera með vinum mínum," segir Nani.

„Ég tek ekki áhættuna á því fyrr en við erum með leikina í öruggum höndum og ég gleðst mikið ef það gengur upp hjá mér," sagði Nani.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×