Fréttaskýring: Örvæntingarfull barátta í Japan 18. mars 2011 20:00 Erfiðlega hefur gengið að kæla niður kjarnaofna kjarnorkuversins í Fukushima. Stefnt var á að tengja bráðabirgðarafmagnsleiðslu við verið í gær til að koma kælikerfum í gang á ný. Geislavirkni hækkaði eftir að vatni var sprautað með háþrýstislöngum á einn ofninn. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í kjarnorkuverinu mjög alvarlegt, en þó ekki óviðráðanlegt. Kælikerfi versins hefur verið í ólagi allar götur síðan jarðskjálftinn mikli reið þar yfir á föstudag með flóðbylgju í kjölfarið. Unnið var að því að koma rafmagni aftur á með bráðabirgðalínu til að koma kælikerfunum í gang á ný. Tilraunir til að dæla sjó á ofnkjarnana hafa gengið brösuglega, með þeim afleiðingum að geislamengun hefur aukist. Japönsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að upplýsingaflæði frá þeim um ástandið hefur verið takmarkað. Yukia Amano, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, hélt til Japans í gær til að kynna sér ástandið af eigin raun og bæta upplýsingaflæðið.Úrelt öryggiskerfi Fyrir hálfu öðru ári gagnrýndu bandarískir stjórnarerindrekar japanska embættismenn fyrir andvaraleysi í kjarnorkuöryggi. Þetta kemur fram í skeytum frá sendiráði Bandaríkjanna í Austurríki, sem birt hafa verið á vefsíðunni Wikileaks. Í skjölunum kemur fram að Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi einnig gagnrýnt Japana, og sagt öryggiskerfi í japönskum kjarnorkuverum vera orðin úrelt. Starfsfólk, sem unnið hefur í verinu síðustu daga, hefur orðið fyrir bæði meiðslum og geislamengun. Tveggja starfsmanna var saknað í gær, einn hefur fótbrotnað og tveir veiktust skyndilega. Starfsfólkinu hefur verið fjölgað úr 70 í 180 svo hægt sé að skipta örar um vaktir, því fólk má ekki vera of lengi á svæðinu til að verða ekki fyrir of mikilli geislamengun. Japanar hafa margir hverjir farið fögrum orðum um hugrekki starfsmannanna, en aðrir hafa hneykslast á því að fólk sé látið stofna heilsu sinni og lífi í voða með því að senda það til starfa á svæðinu. Hættu hefur verið lýst yfir á stóru svæði í kringum verið. Enginn, nema starfsfólkið, má koma inn á hringlaga svæði í 20 kílómetra radíus frá verinu og mannaferðir eru bannaðar utandyra í tuttugu kílómetra breiðum hring þar fyrir utan.Illviðráðanlegt Alls eru sex kjarnaofnar í verinu. Þrír þeirra, númer eitt til þrjú, voru í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir og hafa alvarlegar skemmdir orðið á þeim öllum. Sprenging varð í kjarnaofni 1 á laugardag og einhver bráðnun varð í kjarna ofnsins, en svo virðist sem tekist hafi að ná tökum á ástandinu þar. Á mánudag varð sprenging í ofni 3, að því er virðist með þeim afleiðingum að hlífðarbygging utan um ofninn skemmdist og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið. Talið er að enn sé geislamengun frá honum. Sprenging varð svo í ofni 2 á þriðjudag sem einnig olli skemmdum á hlífðarbyggingu. Bráðnun varð í kjarna ofnsins og enn streymir hvít gufa eða reykur út í andrúmsloftið.Ofnar númer 4 til 6 voru ekki í notkun þegar jarðskjálftinn varð því unnið var að viðhaldi á þeim. Þrátt fyrir það varð sprenging í ofni 4 á þriðjudaginn og eldur hefur brotist þar út oftar en einu sinni. Svo virðist sem notaðar eldsneytisstengur, sem áttu að vera á kafi í vatni, hafi verið berskjaldaðar, að minnsta kosti í einhvern tíma, með þeim afleiðingum að geislavirk efni bárust frá þeim út í andrúmsloftið. Engin skýring hefur verið gefin á því af hverju þetta gerðist í ofni, sem ekki var í notkun, en getgátur hafa verið um að vatn hafi verið tekið þaðan til að kæla einhvern hinna ofnanna. Allt virðist vera með kyrrum kjörum í ofnum númer 5 og 6. Gregory Jaczko, formaður kjarnorkueftirlitsnefndar Bandaríkjaþings, hélt því fram að allt vatn væri farið úr eldsneytisgeymslu eins kjarnaofnanna, en japanskir embættismenn sögðu það ekki rétt. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að kæla niður kjarnaofna kjarnorkuversins í Fukushima. Stefnt var á að tengja bráðabirgðarafmagnsleiðslu við verið í gær til að koma kælikerfum í gang á ný. Geislavirkni hækkaði eftir að vatni var sprautað með háþrýstislöngum á einn ofninn. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í kjarnorkuverinu mjög alvarlegt, en þó ekki óviðráðanlegt. Kælikerfi versins hefur verið í ólagi allar götur síðan jarðskjálftinn mikli reið þar yfir á föstudag með flóðbylgju í kjölfarið. Unnið var að því að koma rafmagni aftur á með bráðabirgðalínu til að koma kælikerfunum í gang á ný. Tilraunir til að dæla sjó á ofnkjarnana hafa gengið brösuglega, með þeim afleiðingum að geislamengun hefur aukist. Japönsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að upplýsingaflæði frá þeim um ástandið hefur verið takmarkað. Yukia Amano, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, hélt til Japans í gær til að kynna sér ástandið af eigin raun og bæta upplýsingaflæðið.Úrelt öryggiskerfi Fyrir hálfu öðru ári gagnrýndu bandarískir stjórnarerindrekar japanska embættismenn fyrir andvaraleysi í kjarnorkuöryggi. Þetta kemur fram í skeytum frá sendiráði Bandaríkjanna í Austurríki, sem birt hafa verið á vefsíðunni Wikileaks. Í skjölunum kemur fram að Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi einnig gagnrýnt Japana, og sagt öryggiskerfi í japönskum kjarnorkuverum vera orðin úrelt. Starfsfólk, sem unnið hefur í verinu síðustu daga, hefur orðið fyrir bæði meiðslum og geislamengun. Tveggja starfsmanna var saknað í gær, einn hefur fótbrotnað og tveir veiktust skyndilega. Starfsfólkinu hefur verið fjölgað úr 70 í 180 svo hægt sé að skipta örar um vaktir, því fólk má ekki vera of lengi á svæðinu til að verða ekki fyrir of mikilli geislamengun. Japanar hafa margir hverjir farið fögrum orðum um hugrekki starfsmannanna, en aðrir hafa hneykslast á því að fólk sé látið stofna heilsu sinni og lífi í voða með því að senda það til starfa á svæðinu. Hættu hefur verið lýst yfir á stóru svæði í kringum verið. Enginn, nema starfsfólkið, má koma inn á hringlaga svæði í 20 kílómetra radíus frá verinu og mannaferðir eru bannaðar utandyra í tuttugu kílómetra breiðum hring þar fyrir utan.Illviðráðanlegt Alls eru sex kjarnaofnar í verinu. Þrír þeirra, númer eitt til þrjú, voru í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir og hafa alvarlegar skemmdir orðið á þeim öllum. Sprenging varð í kjarnaofni 1 á laugardag og einhver bráðnun varð í kjarna ofnsins, en svo virðist sem tekist hafi að ná tökum á ástandinu þar. Á mánudag varð sprenging í ofni 3, að því er virðist með þeim afleiðingum að hlífðarbygging utan um ofninn skemmdist og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið. Talið er að enn sé geislamengun frá honum. Sprenging varð svo í ofni 2 á þriðjudag sem einnig olli skemmdum á hlífðarbyggingu. Bráðnun varð í kjarna ofnsins og enn streymir hvít gufa eða reykur út í andrúmsloftið.Ofnar númer 4 til 6 voru ekki í notkun þegar jarðskjálftinn varð því unnið var að viðhaldi á þeim. Þrátt fyrir það varð sprenging í ofni 4 á þriðjudaginn og eldur hefur brotist þar út oftar en einu sinni. Svo virðist sem notaðar eldsneytisstengur, sem áttu að vera á kafi í vatni, hafi verið berskjaldaðar, að minnsta kosti í einhvern tíma, með þeim afleiðingum að geislavirk efni bárust frá þeim út í andrúmsloftið. Engin skýring hefur verið gefin á því af hverju þetta gerðist í ofni, sem ekki var í notkun, en getgátur hafa verið um að vatn hafi verið tekið þaðan til að kæla einhvern hinna ofnanna. Allt virðist vera með kyrrum kjörum í ofnum númer 5 og 6. Gregory Jaczko, formaður kjarnorkueftirlitsnefndar Bandaríkjaþings, hélt því fram að allt vatn væri farið úr eldsneytisgeymslu eins kjarnaofnanna, en japanskir embættismenn sögðu það ekki rétt.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira