Erlent

Forstjóri Iceland ætlar á Everest

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods keðjunnar í Bretlandi ætlar sér að ná nýjum hæðum á næstunni með því að klífa Everest fjall ásamt syni sínum. Walker, sem er 65 ára gamall, ætlar með klifrinu að freista þess að safna einni milljón punda fyrir samtök í Bretlandi sem beita sér fyrir rannsóknum á Alzheimer's sjúkdómnum.

Leiðangurinn heldur af stað þann 28 mars næstkomandi en hugmyndina fékk Walker þegar hann heimsótti Norðurpólinn í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×