Erlent

Sérkennileg vúdú-athöfn leiddi til stórbruna í New York

Eins og sést á myndinni var eldurinn gríðarlega mikill. En allt byrjaði þetta á Vúdutöfrum.
Eins og sést á myndinni var eldurinn gríðarlega mikill. En allt byrjaði þetta á Vúdutöfrum.
Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi í New York í síðustu viku. Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan sjö um morguninn að staðartíma en fjölbýlishúsið er í Bronx-hverfinu í borginni.

Samkvæmt upplýsingum New York Post kviknaði í húsinu út frá sérkennilegri Vúdú-athöfn. Þannig er mál með vexti að kona leitaði aðstoðar hjá einhverskonar töfralækni í fjölbýlishúsinu og greiddi honum 300 dollara, eða 35 þúsund krónur, fyrir að galdur sem átti að færa henni heppni.

Vúdú-læknirinn virðist hafa kveikt á fjölda kerta í þeim tilgangi að töfra fram velgengnina. Til þess að innsigla galdurinn þurfti konan að sofa hjá töfralækninum. Á meðan á kynlífinu stóð féll eitt kertið og eldur læsti sig í fötum á gólfinu.

Þrátt fyrir meinta yfirnáttúrulega töfra tókst töfralækninum ekki að slökkva eldinn með öllum sínum brögðum, heldur flýði hann ásamt konunni, og öðrum manni sem var inni í íbúðinni á sama tíma, út úr húsinu, og skilja þau hurðina að íbúðinni eftir opna.

Þetta telja slökkviliðsmenn sem New York Post ræddi við hafa innsiglað dauða konunnar sem lést, en hún bjó á efri hæðinni. Með því að opna hurðina fékk eldurinn aukið súrefni sem varð til þess að eldurinn færðist allur í aukana og færðist fram á ganginn.

Það tók 200 slökkviliðsmenn um sjö tíma að ráða niðurlögum eldsins. Húsið er gjörónýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×