Erlent

Lést í snjóstormi - fjölskyldan vill milljónir í bætur frá borginni

Það var mikill snjór í borginni um jólin. Svo mikill að sjúkrabílar komust ekki með Lillie Cockburn á spítala.
Það var mikill snjór í borginni um jólin. Svo mikill að sjúkrabílar komust ekki með Lillie Cockburn á spítala.
Fjölskylda konu sem lést í New York í desember hefur farið í mál við borgina og krefjast milljónir dollara í skaðabætur. Fjölskyldan byggir kröfu sína á því að borgaryfirvöld hafi ekki lýst yfir neyðarástandi vegna snjóbylsins sem geisaði í borginni um jólin á síðasta ári.

Þá vill fjölskyldan einnig meina að yfirvöld hafi ekki staðið sig sem skyldi við snjómokstur á meðan stormurinn geisaði, en götur voru meira eða minna ófærar.

Konan sem lést var 56 ára gömul og hét Lillie Cockburn. Aðstandendur hennar hringdu á neyðarlínuna þegar blóðþrýstingurinn snarféll. Eftir að hafa beðið eftir sjúkrabílnum, sem komst hvorki lönd né strönd vegna veðurs, kom fjölskyldan henni á spítala af sjálfsdáðum. En það var sex klukkustundum eftir að fjölskyldna óskaði fyrst eftir aðstoð.

Konan lést á spítalanum. Fjölskyldan fékk þau svör frá lækninum að ef hún hefði komið fyrr, þá hefðu þeir getað bjargað henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×