Erlent

Bandarísk yfirvöld ætla að beita Líbíu refsiaðgerðum

Gaddafi á ekki sjö dagana sæla þessa dagana.
Gaddafi á ekki sjö dagana sæla þessa dagana.
Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau munu beita Líbíu efnahagslegum refsiaðgerðum vegna gríðarlegs ofbeldis sem geisar í landinu þar sem öryggissveitir Muammar Gaddafis mæta mótmælendum af fullri hörku.

Talsmaður Hvíta hússins tilkynnti þetta á fundi í dag en útskýrði ekki frekar nákvæmlega hvaða aðgerðum yrði beitt gegn Líbíu samkvæmt New York Times. En hann tilkynnti þó að sendiráði Bandaríkjanna hefði verið lokað í landinu.

Ofbeldið í Líbíu hefur verið gríðarlega hart en Gaddafi hefur sagt í ræðum sínum að hann muni berjast til síðasta blóðdropa. Talið er að minnsta kosti þúsund manns hafi látist í átökunum sem hófust stuttu eftir byltinguna í Egyptalandi.

Ólíkt átökunum í Egyptalandi þá eru mótmælendur vel vopnaðir í átökunum við öryggisveitir Gaddafis, og hafa að auki náð helstu borgum á sitt vald utan höfuðborg landsins, Tripoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×