Erlent

Að minnsta kosti 145 hafa látist í Christchurch

Frá borginni Christchurch
Frá borginni Christchurch
Lögregla í borginni Christchurch hefur staðfest að minnsta kosti 145 manns hafi látist í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir borgina í vikunni. Björgunarsveitir leita nú að hundruð manna sem er enn saknað en von ættmenna fer minnkandi með hverjum deginum. Talið er að yfir 200 manns sé saknað.

Jarðskjálftinn var 6,3 á richter en í september síðastliðnum reið jarðskjálfti yfir svæðið sem var 7,1 á richter af stærð. Enginn lést í þeim skjálfta, en hann átti upptök sín lengra frá borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×