Erlent

Ógnaði fyrrverandi unnustu með haglabyssu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skotvopn. Mynd/ afp
Skotvopn. Mynd/ afp
Afbrýðisemi varð til þess að danskur 38 ára gamall karlmaður ógnaði fyrrverandi unnustu sinni og þremur börnum hennar með afsagaðri haglabyssu í nótt. Byssan reyndist þó ekki hlaðin þegar að var gáð.

Maðurinn var í heimsókn hjá fyrrverandi unnustunni sem býr í Ikast í Danmörku. Á meðan hún var í baði fékk hún sent mjög innilegt sms-skilaboð frá karlmanni. Gert Høeg, lögregluvarðstjóri hjá lögreglunni á Jótlandi, segir að maðurinn hafi freistast til þess að lesa skilaboðin.

Í bræði sinni, eftir að hafa lesið skilaboðin, sótti hann afsagaða haglabyssu og ógnaði konunni og þremur börnum hennar. Þeim tókst hins vegar að tala manninn til og kölluðu svo til lögreglu.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×