Enski boltinn

Dalglish: Áttum ekki skilið að fá stig

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kenny Daglish í leiknum í dag.
Kenny Daglish í leiknum í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish segir að sínir menn í Liverpool hafi ekki átt stig skilið en liðið tapaði fyrir West Ham, 3-1, í dag. Þetta var fyrsti ósigur Liverpool í átta leikjum.

„Við höfum staðið okkur vel þangað til núna en það hlaut að koma að því að við töpuðum leik. Við fengum það sem við áttum skilið í leiknum og það var ekkert," sagði Dalglish eftir leikinn.

„Við erum óánægðir með okkar spilamennsku og vorum að senda boltann illa. Við verðum að laga þessi mistök," bætti Dalglish við en leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir Liverpool því Raul Meireles og Martin Kelly meiddust í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×