Erlent

Enda Kenny er nýr forsætisráðherra Írlands

Enda Kenny er nýr forsætisráðherra Írlands
Enda Kenny er nýr forsætisráðherra Írlands
Enda Kenny verður næsti forsætisráðherra Írlands eftir sögulegan sigur í þingkosningum um helgina sem hafa gjörbreytt landslagi írskra stjórnmála.

Kenny ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar.

„Það gleður mig að þjóðin skuli hafa trú okkur og ég vil segja núna að ég axla þessa trú af fullri einlægni, auðmýkt og með von í brjósti. Og það sem meira máli skiptir þá lofa ég að hlúa að henni, næra hana og vernda," sagði Enda við stuðningsmenn sína.

Kosningarnar snérust að miklu leyti um hrun írska efnahagskerfisns og óánægju íra með risalán sem stjórnvöld tóku til að bjarga írsku bönkunum. Umræðan um Nýtt Írland minnir óneitanlega á umræðuna á íslandi í kjölfar kreppunnar.

„Við stöndum nú frammi fyrir grundvallarbreytingum á því hvernig við lítum á okkur sjálf, hvernig við lítum á efnahagslíf okkar og hvernig við lítum á þjóðfélag okkar. Breytingar sem krefjast mikils trúnaðartrausts á tímum þegar reynir á hugmyndina um von, jafnvel hugmyndina um framtíðina sjálfa, sagði hann.

Enda Kenny er leiðtogi Fine Gail sem er hægri flokkur sem verið hefur í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Helsti keppinauturinn. Fiana Fail sem hefur verið við völ í 61 af síðustu 79 árum hrundi bókstaflega í fylgi. Rígur þessara tveggja flokka á rætur sínar að rekja til írsku borgarastyrjaldarinnar þar sem þeir börðust sitthvorum meginn víglínunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×