Erlent

Handtekinn eftir að hafa hermt eftir Hitler

Þinghúsið í Berlín
Þinghúsið í Berlín
Þrjátíu ára Kanadamaður var handtekinn fyrir framan þinghúsið í Berlín eftir að þýskur vinur hans tók mynd af honum þar sem hann stillti sér upp og hermdi eftir kveðju Adolfs Hitler.

Maðurinn var í heimsókn hjá þýska vini sínum og í bæjarferð sinni ákvað hann að herma eftir kveðju Hitlers og setja aðra höndina upp í loft. Það tókst ekki betur en svo að glöggir lögreglumenn sem stóðu fyrir framan þinghúsið handtók mennina enda er stranglega bannað að herma eftir kveðjunni í landinu.

Lögreglan rannsakar nú hvort maðurinn hafi gerst brotlegur við lög í landinu. Hún hefur meðal annars fengið afrit úr öryggismyndavél fyrir framan þinghúsið.

Manninum hefur verið sleppt gegn tryggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×