Erlent

Cristiano Ronaldo sagður eiga von á öðru barni

Ronaldo er sagður eiga von á öðru barni
Ronaldo er sagður eiga von á öðru barni Mynd: CoverMedia
Knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo á von á sínu öðru barni, ef marka má sögusagnir sem nú ganga fjöllum hærra um að kærasta hans sé ófrísk.

Hermt er að Ronaldo og kærasta hans, nærfatamódelið Irina Shayk, séu að skipuleggja brúðkaup í sumar og segja fjölmiðlar í Portúgal að Irina skarti nú lítilli bumbu í stíl við trúlofunarhringinn.

Náinn vinur Ronaldo sagði við breska fjölmiðla að parið hafi ekki skipulagt barneignir á næstunni „…en staðreyndin er hinsvegar að ekkert gerir hann hamingjusamari en sonur hans," segir vinurinn en Ronaldo á fyrir einn son sem fæddist í júní fyrra. Ronaldo hefur aldrei gefið upp hver móðir drengsins er.

Vinurinn segir jafnframt að Ronaldo hafi viljað gera eitthvað sérstakt og rómantískt fyrir kærustu sína á Valentínusardaginn, 14. febrúar síðastliðinn. „Hann bauð henni til New York þar sem hann kom henni heldur betur á óvart og bað hana um að giftast sér," segir vinurinn.

Ekki er búið að ákveða hvar brúðkaupið verður en samkvæmt vininum vill móðir Ronaldos að það verði í heimabæ hans á eyjunni Madeira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×