Líkin höfðu verið flutt úr einni gröf í aðra 7. júní 2011 04:00 ratko Mladic Samtímis því sem réttað verður yfir stríðsherranum Ratko Mladic fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi halda sérfræðingar áfram að reyna að bera kennsl á lík þeirra sem létust í blóðbaðinu í Srebrenica í Bosníu árið 1995. Þá tók herflokkur undir stjórn Mladic, sem var hershöfðingi Bosníu-Serba, af lífi allt að átta þúsund múslíma. Rannsóknin í Bosníu er erfið þar sem Bosníu-Serbar gerðu allt sem þeir gátu til þess að koma í veg fyrir að glæpir þeirra uppgötvuðust. Í þeim tilgangi fluttu þeir lík fórnarlamba sinna úr einni fjöldagröfinni í aðra. Líkamsleifar eins fórnarlambs fundust til dæmis á fimmtán stöðum í fimm fjöldagröfum, að því er segir á vefsíðu danska blaðsins Politiken. Nú, sextán árum eftir blóðbaðið, hafa verið borin kennsl á 5.437 fórnarlömb. Á hverju ári eru jarðsettar líkamsleifar þeirra sem nýlega hafa verið borin kennsl á. Athöfnin fer fram í kirkjugarði í Potocari fyrir utan fyrrverandi bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna þar sem þúsundir leituðu skjóls. Í ár verða líkamsleifar 500 fórnarlamba jarðsettar. Næstum öll fórnarlömbin frá Srebrenica voru karlar eða drengir. Aðeins hafa fundist líkamsleifar fimm kvenna. „Ég fann einu sinni leikfang. Lítinn bíl. Það er óvenjulegt. Ég hef einnig fundið ungbarnaskó,“ er haft eftir einum sérfræðinganna sem vinna að rannsókninni. Ratko Mladic er ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.- ibs Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Sjá meira
Samtímis því sem réttað verður yfir stríðsherranum Ratko Mladic fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi halda sérfræðingar áfram að reyna að bera kennsl á lík þeirra sem létust í blóðbaðinu í Srebrenica í Bosníu árið 1995. Þá tók herflokkur undir stjórn Mladic, sem var hershöfðingi Bosníu-Serba, af lífi allt að átta þúsund múslíma. Rannsóknin í Bosníu er erfið þar sem Bosníu-Serbar gerðu allt sem þeir gátu til þess að koma í veg fyrir að glæpir þeirra uppgötvuðust. Í þeim tilgangi fluttu þeir lík fórnarlamba sinna úr einni fjöldagröfinni í aðra. Líkamsleifar eins fórnarlambs fundust til dæmis á fimmtán stöðum í fimm fjöldagröfum, að því er segir á vefsíðu danska blaðsins Politiken. Nú, sextán árum eftir blóðbaðið, hafa verið borin kennsl á 5.437 fórnarlömb. Á hverju ári eru jarðsettar líkamsleifar þeirra sem nýlega hafa verið borin kennsl á. Athöfnin fer fram í kirkjugarði í Potocari fyrir utan fyrrverandi bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna þar sem þúsundir leituðu skjóls. Í ár verða líkamsleifar 500 fórnarlamba jarðsettar. Næstum öll fórnarlömbin frá Srebrenica voru karlar eða drengir. Aðeins hafa fundist líkamsleifar fimm kvenna. „Ég fann einu sinni leikfang. Lítinn bíl. Það er óvenjulegt. Ég hef einnig fundið ungbarnaskó,“ er haft eftir einum sérfræðinganna sem vinna að rannsókninni. Ratko Mladic er ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.- ibs
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Sjá meira