Árni Páll fékk tæpar fjörutíu milljónir frá Íbúðalánasjóði Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2011 12:00 Árni Páll Árnason hélt áfram að fá greiðslur frá sjóðnum eftir að hann settist á þing. Félag í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, fékk tæplega fjörutíu milljónir króna í greiðslur fyrir ráðgjöf frá Íbúðalánasjóði árin 2004-2008. Árni Páll hélt áfram að fá greiðslur eftir að hann settist á þing. Eftir níu mánaða bið eftir svari fékk Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, loksins skriflegt svar frá velferðarráðherra í gær um sérfræðikostnað Íbúðalánasjóðs árin 2000 til 2008. Í svarinu kennir ýmissa grasa en þar kemur m.a fram að heildarkostnaður Íbúðalánasjóðs vegna sérfræðiráðgjafar hafi numið rúmlega hálfum milljarði króna á tímabilinu. Árin 2004 til 2008 greiðir Íbúðalánasjóður félaginu Evrópuráðgjöf sf. á hverju ári vegna lögfræðiráðgjafar, en félagið er í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni Páll var lögmaður í sjálfstæðum rekstri áður en hann tók sæti á Alþingi eftir alþingiskosningarnar 2007. Á árinu 2004 fékk félag Árna Páls 9,7 milljónir króna, 11,9 milljónir á árinu 2005 og 8,2 milljónir á árinu 2006. Sérstaka athygli vekur að félag Árna Páls fékk 5,1 milljón króna fyrir lögfræðiverkefni á árinu 2007, sem var árið sem Arni Páll tók sæti á Alþingi og 1,6 milljónir króna á árinu 2008. Fyrir utan þetta fékk Árni Páll greitt í eigin nafni fyrir ráðgjöf upp á rúmar 2 milljónir króna á árinu 2004. Samtals eru þetta 38,5 milljónir króna sem hann fékk greiddar frá Íbúðalánasjóði fyrir lögfræðiráðgjöf á þessum árum. „Þetta var endurgjald fyrir lögfræðiráðgjöf vegna mála sem sjóðurinn stóð í. Það var verið að verja starfsmöguleika sjóðsins. Bankarnir kærðu sjóðinn og það þurfti að vinna í þeim málum. Það er nú stærstur hlutinn af þessu. Svo voru ýmis önnur verkefni sem ég vann fyrir sjóðinn," segir Árni Páll. Var Íbúðalánasjóður stærsti viðskiptavinur lögfræðistofunnar þinnar? „Nei, ég held nú ekki, en ég man það nú ekki nákvæmlega, hvernig það var."Hluti upphæðarinnar útlagður kostnaður Árni Páll segir að hluti af upphæðinni sé útlagður kostnaður hjá honum sem hann hafi fengið endurgreiddan hjá Íbúðalánasjóði. Hvers vegna varstu ennþá að fá greitt eftir að þú varst þingmaður? „Þetta er nú ekki allt eftir að ég tók sæti á þingi, reikningarnir voru sendir eftir að ég settist á þing. Ég var auðvitað sumarið 2007 að ljúka við mál. Svo var ég beðinn um að vinna ákveðin verkefni í framhaldinu, sem sjóðurinn bað mig um að vinna, og ég vann þau auðvitað." Árni Páll var þingmaður á þessum tíma. Engin ákvæði banna launuð störf þingmanna samhliða þingstörfum og eru fjölmörg dæmi þess af þingmönnum sem nú sitja á þingi. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, á 25 prósenta hlut í búvörufyrirtæki. Þá starfaði Illugi Gunnarsson fyrir Glitni banka samhliða þingstörfum og Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var þangað til í lok árs 2008 stjórnarformaður BNT, sem var móðurfélag N1 olíufélagsins. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Félag í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, fékk tæplega fjörutíu milljónir króna í greiðslur fyrir ráðgjöf frá Íbúðalánasjóði árin 2004-2008. Árni Páll hélt áfram að fá greiðslur eftir að hann settist á þing. Eftir níu mánaða bið eftir svari fékk Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, loksins skriflegt svar frá velferðarráðherra í gær um sérfræðikostnað Íbúðalánasjóðs árin 2000 til 2008. Í svarinu kennir ýmissa grasa en þar kemur m.a fram að heildarkostnaður Íbúðalánasjóðs vegna sérfræðiráðgjafar hafi numið rúmlega hálfum milljarði króna á tímabilinu. Árin 2004 til 2008 greiðir Íbúðalánasjóður félaginu Evrópuráðgjöf sf. á hverju ári vegna lögfræðiráðgjafar, en félagið er í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni Páll var lögmaður í sjálfstæðum rekstri áður en hann tók sæti á Alþingi eftir alþingiskosningarnar 2007. Á árinu 2004 fékk félag Árna Páls 9,7 milljónir króna, 11,9 milljónir á árinu 2005 og 8,2 milljónir á árinu 2006. Sérstaka athygli vekur að félag Árna Páls fékk 5,1 milljón króna fyrir lögfræðiverkefni á árinu 2007, sem var árið sem Arni Páll tók sæti á Alþingi og 1,6 milljónir króna á árinu 2008. Fyrir utan þetta fékk Árni Páll greitt í eigin nafni fyrir ráðgjöf upp á rúmar 2 milljónir króna á árinu 2004. Samtals eru þetta 38,5 milljónir króna sem hann fékk greiddar frá Íbúðalánasjóði fyrir lögfræðiráðgjöf á þessum árum. „Þetta var endurgjald fyrir lögfræðiráðgjöf vegna mála sem sjóðurinn stóð í. Það var verið að verja starfsmöguleika sjóðsins. Bankarnir kærðu sjóðinn og það þurfti að vinna í þeim málum. Það er nú stærstur hlutinn af þessu. Svo voru ýmis önnur verkefni sem ég vann fyrir sjóðinn," segir Árni Páll. Var Íbúðalánasjóður stærsti viðskiptavinur lögfræðistofunnar þinnar? „Nei, ég held nú ekki, en ég man það nú ekki nákvæmlega, hvernig það var."Hluti upphæðarinnar útlagður kostnaður Árni Páll segir að hluti af upphæðinni sé útlagður kostnaður hjá honum sem hann hafi fengið endurgreiddan hjá Íbúðalánasjóði. Hvers vegna varstu ennþá að fá greitt eftir að þú varst þingmaður? „Þetta er nú ekki allt eftir að ég tók sæti á þingi, reikningarnir voru sendir eftir að ég settist á þing. Ég var auðvitað sumarið 2007 að ljúka við mál. Svo var ég beðinn um að vinna ákveðin verkefni í framhaldinu, sem sjóðurinn bað mig um að vinna, og ég vann þau auðvitað." Árni Páll var þingmaður á þessum tíma. Engin ákvæði banna launuð störf þingmanna samhliða þingstörfum og eru fjölmörg dæmi þess af þingmönnum sem nú sitja á þingi. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, á 25 prósenta hlut í búvörufyrirtæki. Þá starfaði Illugi Gunnarsson fyrir Glitni banka samhliða þingstörfum og Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var þangað til í lok árs 2008 stjórnarformaður BNT, sem var móðurfélag N1 olíufélagsins. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira