Erlent

Voðaverk framin á síðustu dögum stjórnar Gaddafis

Voðaverk á síðustu dögum stjórnar Moammar Gaddafis í Libiu eru nú að koma í ljós. Lík fimmtíu borgara voru fundin í vöruskemmu. Fólkið var tekið af lífi af hersveitum Gaddafis.

Þrátt fyrir að Gaddafi sé farinn í felur og Trípóli, höfuðborg Líbíu, í höndum uppreisnarmanna er ástandið í landinu slæmt. Olíuframleiðsla hefur legið niðri meðan á átökunum stóð, bensín kostar nú 28 sinnum meira en áður en átökin byrjuðu.

En hryllilegri eru voðaverk sem framin voru á síðustu dögum Gaddafis við stjórn. AP hefur eftir sjónarvottum að hermenn Gaddafis hafi króað yfir hundrað borgara af í vöruskemmu þann 23. ágúst. Borgurunum var haldið föngnum og tjáð á þeim yrði sleppt lausum daginn eftir. Á miðnætti lögðust fangarnir á bæn.

Mannréttindasamtök saka nú bæði hersveitir Gaddafis og her uppreisnarmanna um ómannúðlega meðferð á föngum. Og líklega eiga fleiri voðaverk eftir að koma fram í dagsljósið þegar fram líða stundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×