Erlent

Fellibylurinn Nanmadol veldur óskunda á Filipseyjum

Frá Filippseyjum í dag.
Frá Filippseyjum í dag.
Það er ekki aðeins óveður í Bandaríkjunum því átta hafa látist í fellibylnum Nanmadol á Filippseyjum, þar af tvö börn.

Brýr hafa meðal annars gefið sig í fellibylnum auk þess sem fjölmargir vegir eru ófærir í norðurhluta landsins.

Flytja hefur þurft 2500 manns frá heimilum sínum vegna óveðursins.

Um 20 fellibylir og stormar dynja á Fillipseyingum  ár hvert. Talið er að fellibylurinn verði kominn til Taílands á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×