Alfreð: Höfum gleymt því hvernig á að fagna Kolbeinn Tumi Daðson skrifar 6. september 2011 22:02 Alfreð Finnbogason brosti út að eyrum eftir langþráðan sigur íslenska landsliðsins. Hann sagði leikmenn hreinlega hafa gleymt því hvernig ætti að fagna sigri. „Jú, það er ekki annað hægt. Það var löngu kominn tími á sigur, þetta datt fyrir okkur í dag og við erum hrikalega ánægðir með það," sagði Alfreð sem sagði stemmninguna inni í klefa eftir leikinn hafa verið skrýtna. „Það er svo langt síðan við höfum unnið leik að ég held við höfum gleymt því hvernig á að fagna. Menn voru fyrst og fremst ánægðir með að enda þetta mót með stolti og sérstaklega fyrir Óla sem hefur legið undir mikilli gagnrýni," segir Alfreð. Alfreð segir gagnrýnina réttmæta enda hafi úrslitin ekki verið góð í mótsleikjum. „Ábyrgðin er að stórum hluta leikmannanna líka. Við getum ekki sett alla ábyrgðina á hann. Við erum samsekir í þessu," sagði Alfreð sem sagði ólíkt betra að ræða við fjölmiðlamenn eftir sigurleiki. „Já, menn hafa verið með kvíða að koma út úr klefanum að tala við blaðamenn en ég held að það geri allir með glöðu geði í kvöld," sagði Alfreð sem var nokkuð sáttur með frammistöðu sína þær tíu mínútur sem hann fékk. „Mér fannst fínt að koma inná. Það þurfti ferskar lappir í framlínuna, menn voru orðnir svolítið þreyttir. Gaman að fá mínútur og sanna sig. Mér fannst ég komast ágætlega frá þessu," sagði Alfreð. Alfreð kom inná ásamt Birni Bergmann. Hann var í góðri stöðu inn á teig þegar Björn skaut í stöng úr þröngu færi. „Já, ég reyndi að öskra á hann en eins og sannur framherji sá hann bara markið. Ég fyrirgef honum það núna en næst gefur hann vonandi á mig," sagði Alfreð léttur. Alfreð var ánægður með að fara loksins heim með sigur í farteskinu. „Þetta hefur verið klisja hjá íslenska landsliðsinu, spila vel en tapa samt. Það er mjög þreytt að vera að afsaka það eftir hvern einasta leik en við þurfum sem betur fer ekki að gera það í dag," sagði Alfreð. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason brosti út að eyrum eftir langþráðan sigur íslenska landsliðsins. Hann sagði leikmenn hreinlega hafa gleymt því hvernig ætti að fagna sigri. „Jú, það er ekki annað hægt. Það var löngu kominn tími á sigur, þetta datt fyrir okkur í dag og við erum hrikalega ánægðir með það," sagði Alfreð sem sagði stemmninguna inni í klefa eftir leikinn hafa verið skrýtna. „Það er svo langt síðan við höfum unnið leik að ég held við höfum gleymt því hvernig á að fagna. Menn voru fyrst og fremst ánægðir með að enda þetta mót með stolti og sérstaklega fyrir Óla sem hefur legið undir mikilli gagnrýni," segir Alfreð. Alfreð segir gagnrýnina réttmæta enda hafi úrslitin ekki verið góð í mótsleikjum. „Ábyrgðin er að stórum hluta leikmannanna líka. Við getum ekki sett alla ábyrgðina á hann. Við erum samsekir í þessu," sagði Alfreð sem sagði ólíkt betra að ræða við fjölmiðlamenn eftir sigurleiki. „Já, menn hafa verið með kvíða að koma út úr klefanum að tala við blaðamenn en ég held að það geri allir með glöðu geði í kvöld," sagði Alfreð sem var nokkuð sáttur með frammistöðu sína þær tíu mínútur sem hann fékk. „Mér fannst fínt að koma inná. Það þurfti ferskar lappir í framlínuna, menn voru orðnir svolítið þreyttir. Gaman að fá mínútur og sanna sig. Mér fannst ég komast ágætlega frá þessu," sagði Alfreð. Alfreð kom inná ásamt Birni Bergmann. Hann var í góðri stöðu inn á teig þegar Björn skaut í stöng úr þröngu færi. „Já, ég reyndi að öskra á hann en eins og sannur framherji sá hann bara markið. Ég fyrirgef honum það núna en næst gefur hann vonandi á mig," sagði Alfreð léttur. Alfreð var ánægður með að fara loksins heim með sigur í farteskinu. „Þetta hefur verið klisja hjá íslenska landsliðsinu, spila vel en tapa samt. Það er mjög þreytt að vera að afsaka það eftir hvern einasta leik en við þurfum sem betur fer ekki að gera það í dag," sagði Alfreð.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira