Innlent

Þrjár ferðir Baldurs felldar niður - óljóst um þá síðustu

Mynd/Óskar P. Friðriksson
Vegna ölduhæðar hafa þrjár fyrstu ferðir Baldurs frá og til Eyja verið fellsdar niður í dag. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að útlitið með fjórðu og síðustu ferðina sé einnig slæmt en ákvörðun um hvort hún verði farin verður tekin á næstunni.

Þeir farþegar sem áttu bókaða far í þessar ferðir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481-2800. Einnig er fólki bent á að fylgjast með fréttum á herjolfur.is eða á facebook síðu Herjólfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×