Innlent

Ljósmæður styðja lögreglumenn

Mynd/Egill
Ljósmæðrafélag Íslands  styður  launakröfur lögreglumanna í landinu. Í tilkynningu frá félaginu segir að allir viti hve mikilvæg störf lögreglumanna  séu en að fæstir geri sér grein fyrir  hvað liggi að baki heildarlaunum þeirra. „Ljósmæður þekkja vaktavinnuna vel og þær fórnir og það álag sem henni fylgir. Það hlýtur að vera eðlileg krafa lögreglumanna líkt og annarra að geta framfleytt sér og sínum á grunnlaunum,“ segir að auki um leið og félagið hvetur ríkið til að komatil móts við lögreglumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×