Innlent

Meirihlutinn í Vogum sprunginn

Vogar á Vatnsleysuströnd
Vogar á Vatnsleysuströnd
Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd er fallinn eftir að tillaga um að hafna línulögn í gegnum land Voga var samþykkt á fundi í vikunni. Fulltrúar E-listans greiddu tillögunni ekki atkvæði og tilkynntu samstarfsflokknum, H-listanum í gærkvöldi að ekki væri áhugi fyrir frekara samstarfi.

Það eru Víkurfréttir sem greina frá málinu. Á vefsíðunni segir Hörður Harðarson, formaður bæjarráðs Voga, að hann hafi bent á að ákvörðunin gæti haft gríðarleg áhrif á Voga og Suðurnesin öll. „Ég spurði félaga mína hvort þeir hreinlega vissu hvað þeir væru að gera með þessari ákvörðun. Ég hef rætt við tvo af þeim sem samþykktu tillöguna eftir þetta og þeir hafa viðurkennt það fyrir mér að þeir hafi ekki gert sér fulla grein fyrir afleiðingunum með þessari samþykkt," segir Hörður á vef Víkurfrétta.



Vefur Víkurfrétta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×