Innlent

Ekið á gangandi vegfarendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lækjargata á fallegum sumardegi.
Lækjargata á fallegum sumardegi. Mynd/ Stefán.
Ekið var á tvo gangandi vegfarendur, karlmann og konu, í Lækjargötu um hálffjögurleytið í nótt. Karlmaðurinn fékk höfuðáverka en konan fótbrotnaði. Engar grunsemdir eru um að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Mikið myrkur var þegar atvikið átti sér stað og vill lögreglan beina því til ökumanna, jafnt sem gangandi vegfarenda, að fara gætilega nú þegar farið er að rökkva á kvöldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×