Innlent

Bölsýnisspár um Icesave voru bull að mati Sigmundar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir allar bölsýnisspár um Icesave hafa verið bull.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir allar bölsýnisspár um Icesave hafa verið bull.
Allar hrakspár um hnignandi stöðu Íslands ef Icesave samningurinn yrði ekki samþykktur voru bull, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi flokksins í dag.

„Talandi um Icesave. Í vikunni barst tilkynning að lánshæfishorfur Íslands hefðu batnað hjá einu af matsfyrirtækjunum alræmdu, Standard og Poors. Muna menn eftir þeirri umræðu sem varð hér á landi í aðdraganda Icesave-atkvæðagreiðslanna? Hversu margir gengu ótrúlega langt í tilraunum til að hræða fólk til hlýðni? Því var haldið fram að landið yrði einangrað. Lánshæfismatsfyrirtækin myndu umsvifalaust lækka mat sitt á okkur og við fengjum hvergi fjármagn. Krónan myndi hrynja, Íslendingar yrðu fordæmdir af alþjóðasamfélaginu sem myndi beita okkur refsiaðgerðum, hér yrði einhvers konar efnahagslegur kjarnorkuvetur ef við létum okkur ekki hafa það að taka á okkur skuldir Landsbankans," sagði Sigmundur Davíð.

Sigmundur Davíð gerði Evrópusambandið líka að umræðuefni sínu. Hann sagði að versti kosturinn væri að halda áfram umræðum og fara í atkvæðagreiðslu um samninga þar sem Evrópusambandið myndi gera hvað sem þyrfti til að ná réttri niðurstöðu. Við slíkar aðstæður myndi pólitíkin hér á landi snúast um Evrópusambandið þar til samningar hefðu verið undirritaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×