Innlent

Formaður framsóknarkvenna farin úr flokknum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristbjörg Þórisdóttir segist ekki eiga lengur samleið með Framsóknarflokknum.
Kristbjörg Þórisdóttir segist ekki eiga lengur samleið með Framsóknarflokknum.
Kristbjörg Þórisdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur látið af störfum sem formaður og sagt sig úr flokknum. Í yfirlýsingu sem hún birti á vefsíðu sinni í kvöld segir að ástæða úrsagna hennar sé fyrst og fremst sú að hún telji sig ekki lengur eiga samleið með Framsóknarflokknum.

„Ég tel að til þess að byggja upp betra samfélag en það sem var hér fyrir hrun þurfi grundvallarbreytingar að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum sem og innan stjórnmálaflokkanna. Bæta þarf vinnubrögð þeirra, lýðræðisvæða þá, tryggja gagnsæi og gæta vel að mögulegum hagsmunatengslum. Einnig þurfa stjórnmálaflokkarnir að tryggja jafnræði beggja kynja í öllu starfi,“ segir Kristbjörg í yfirlýsingunni.

Hún segir að Framsóknarflokkurinn hafi unnið mikið verk að ákveðnum breytingum. Ekki hafi þó verið gengið eins langt í grundvallarbreytingum og hún hefði viljað sjá.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×