Priyanka dúxaði 13. ágúst 2011 09:00 Priyanka Thapa varð dúx við verk- og raunvísindadeild Keilis og Benedikt Rafnsson varð semídúx. Mynd/venný „Ég vissi að ég myndi fá ágætar einkunnir, enda lagði ég hart að mér, en ég bjóst aldrei við þessu,“ segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali, sem dúxaði í verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis en útskriftin fór fram í gær. Námið á háskólabrú tekur eitt ár og klára nemendur sem samsvarar um 80 framhaldsskólaeiningum á þeim tíma. Nemendur sem fara hina hefðbundnu leið í framhaldsskóla ljúka 18-20 einingum á hverri önn ætli þeir að klára á réttum tíma. Priyanka var með meðaleinkunnina 9,03, og hefur nú þegar fengið inni í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Priyanka hefur töluvert verið í fréttum síðustu mánuði eða frá því að hún sagði sögu sína í Fréttablaðinu um síðustu jól. Þar kom fram að ef hún fengi ekki dvalarleyfi á Íslandi biði hennar þrældómur í heimalandinu. Móðir hennar, sem er einstæð, á orðið erfitt með að framfleyta sér og fötluðum syni sínum. Hún tók því til þess ráðs að gefa Priyönku fertugum manni sem hefur lofað að sjá fyrir fjölskyldunni. Priyanka hefur aldrei hitt manninn og vill heldur búa hér á landi og afla sér frekari menntunar. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi af mannúðarsjónarmiðum – taldi ekki nægar sannanir fyrir því að hún yrði neydd í hjónaband eða að hennar biði ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð í heimalandi sínu. Ögmundur Jónasson átti fund með forsvarsmönnum stofnunarinnar og var mál Priyönku tekið upp að nýju. „Nú ætla ég að senda mömmu bréf og segja henni að ég hafi dúxað í skólanum og sé komin inn í lyfjafræðina. Ég vona að hún skilji núna af hverju ég vil vera hérna áfram,“ segir Priyanka. Hún á ekki til orð til að lýsa þakklæti sínu við alla þá sem hafa stutt hana á þeim tíma sem hún hefur dvalið hér. „Ég er svo þakklát öllu starfsfólkinu og öllum kennurunum hjá Keili, þau gáfu mér þetta tækifæri. Ég get heldur ekki lýst því hvað ég er þakklát fjölskyldu minni hér á landi, sem treysti mér og gaf mér innblástur, sem og öllum vinum mínum,“ segir Priyanka. kristjan@frettabladid.is Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Ég vissi að ég myndi fá ágætar einkunnir, enda lagði ég hart að mér, en ég bjóst aldrei við þessu,“ segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali, sem dúxaði í verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis en útskriftin fór fram í gær. Námið á háskólabrú tekur eitt ár og klára nemendur sem samsvarar um 80 framhaldsskólaeiningum á þeim tíma. Nemendur sem fara hina hefðbundnu leið í framhaldsskóla ljúka 18-20 einingum á hverri önn ætli þeir að klára á réttum tíma. Priyanka var með meðaleinkunnina 9,03, og hefur nú þegar fengið inni í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Priyanka hefur töluvert verið í fréttum síðustu mánuði eða frá því að hún sagði sögu sína í Fréttablaðinu um síðustu jól. Þar kom fram að ef hún fengi ekki dvalarleyfi á Íslandi biði hennar þrældómur í heimalandinu. Móðir hennar, sem er einstæð, á orðið erfitt með að framfleyta sér og fötluðum syni sínum. Hún tók því til þess ráðs að gefa Priyönku fertugum manni sem hefur lofað að sjá fyrir fjölskyldunni. Priyanka hefur aldrei hitt manninn og vill heldur búa hér á landi og afla sér frekari menntunar. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi af mannúðarsjónarmiðum – taldi ekki nægar sannanir fyrir því að hún yrði neydd í hjónaband eða að hennar biði ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð í heimalandi sínu. Ögmundur Jónasson átti fund með forsvarsmönnum stofnunarinnar og var mál Priyönku tekið upp að nýju. „Nú ætla ég að senda mömmu bréf og segja henni að ég hafi dúxað í skólanum og sé komin inn í lyfjafræðina. Ég vona að hún skilji núna af hverju ég vil vera hérna áfram,“ segir Priyanka. Hún á ekki til orð til að lýsa þakklæti sínu við alla þá sem hafa stutt hana á þeim tíma sem hún hefur dvalið hér. „Ég er svo þakklát öllu starfsfólkinu og öllum kennurunum hjá Keili, þau gáfu mér þetta tækifæri. Ég get heldur ekki lýst því hvað ég er þakklát fjölskyldu minni hér á landi, sem treysti mér og gaf mér innblástur, sem og öllum vinum mínum,“ segir Priyanka. kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira