Enski boltinn

Ancelotti: Mér er alveg sama þó Roman reki mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að það sé í fínu lagi ef Roman Abramovich, eigandi félagsins, ákveði að sparka sér út starfi í lok tímabils.

Það virðist vera almennt álit manna að Ancelotti fái sparkið í sumar en Rússinn ekki þolinmóðasti eigandinn í bransanum.

"Ég veit ekki hvað bíður mín. Félagið mun ákveða mín örlög í lok tímabilsins. Ef þeir eru ekki ánægðir mega þeir skipta mér út. Það er í góðu lagi. Ég mun ekki setja mig upp á móti því," sagði Ancelotti.

Abramovich bíður enn eftir því að Chelsea vinni Meistaradeildina sem er hans æðsti draumur. Hann kallaði Ancelotti á sinn fund er Chelsea féll úr leik í keppninni í ár.

Hermt er að Abramovich vilji helst fá Guus Hiddink til þess að stýra liðinu en tyrkneska knattspyrnusambandið neitar að sleppa honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×