Enski boltinn

Wenger: Yfirtaka Kroenke breytir engu fyrir mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að yfirvofandi yfirtaka Bandaríkjamannsins Stan Kroenke á félaginu muni ekki breyta neinu fyrir sig. Hann muni halda áfram að gera hlutina á sinn hátt.

Kroenke er við það að eignast tæplega 63 prósent í félaginu. Hann hefur þegar rætt ítarlega við Kroenke.

"Við munum halda áfram að gera hlutina í kringum liðið eins og við höfum verið að gera þá. Ég mun svara Kroenke út af öllum öðrum hlutum en ég stýri knattspyrnulegu hliðinni," sagði Wenger.

"Við munum halda áfram með þá stefnu sem við höfum haft í leikmannamálum. Við erum með ungan og góðan hóp sem er í sterkri stöðu í deildinni. Við höfum ákveðna stefnu og munum halda áfram að búa til leikmenn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×