Erlent

Borgarbúar kolféllu á jarðskjálftaprófinu - fellibylur á leiðinni

New York. Myndin er úr safni.
New York. Myndin er úr safni.
Íbúar New York kolféllu á jarðkjálftaprófinu að mati Kelly Huston, aðstoðarforstjóra „Emergency Management Agency“ í Kaliforníu.

Í viðtali við New York Times segist hún hafa verið uggandi þegar hún horfði upp á borgarbúa í fjölmiðlum þjóta út úr háhýsunum sem þeir störfuðu í á sama tíma og jarðskjálftinn reið yfir.

Rétt viðbrögð hefðu verið að fara undir borð eða leita skjóls undir einhverju sem er stöðugt, líkt og dyrakarmi.

Hún segir litlar líkur á að háhýsi hrynji í jarðskjálftum, í raun séu líkurnar mun meiri að rúður í glerhýsum brotni undan álaginu. Gerist það getur sá sem er nálægt glerinu stórslasast, jafnvel látist.

En líklega er það borgarbúum í New York til varnar að jarðskjálfti hefur ekki skokið borgina síðan 1944.

Áhyggjum borgarbúa er þó hvergi lokið. Fellibylurinn Irene er á leiðinni. Hann mun skella á Austurströnd Bandaríkjanna um næstu helgi, og ef hann fer til New York, þá yrði þetta fyrsti fellibylurinn sem hefur farið yfir borgina síðan árið 1938 samkvæmt Reuters.

Fari allt á versta veg er gert ráð fyrir því að tjónið vegna Irene nemi um 10 milljarða dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×