Enski boltinn

Chelsea setur háan verðmiða á Cole

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Chelsea ætlar ekki að sleppa Ashley Cole frá félaginu baráttulaust en Real Madrid er sagt ætla að klófesta bakvörðinn sterka.

Jose Mourinho, þjálfari Real, þekkir vel til Cole enda unnu þeir saman hjá Chelsea á sínum tíma.

Breska blaðið The Independent segir í dag að Chelsea hafi sett háan verðmiða á Cole, 30 milljónir punda, og muni ekki selja hann nema hann fari fram á það sjálfur.

Cole skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við félagið í september á síðasta ári.

Hann hefur átt erfitt uppdráttar í einkalífinu í sumar og er sagður vera til í að yfirgefa England og sviðsljósið þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×