Innlent

Þorum ekki einu sinni sjálf að ferðast

Boði Logason skrifar
Engin aska er á tjaldstæðinu á Kirkjubæjarklaustri.
Engin aska er á tjaldstæðinu á Kirkjubæjarklaustri.
„Við erum búin að sýna skemmtilegt myndband út um allan heim, þar sem allir eru svo glaðir og kátir, en svo þorum við ekki einu sinni sjálf að ferðast," segir Lilja Magnúsdóttir, rekstraraðili tjaldstæðis á Kirkjubæjarklaustri.

Hún hefur fengið mikið af fyrirspurnum frá „venjulegum" Íslendingum síðustu daga og vikur sem spyrja hvort það sé óhætt að tjalda á Kirkjubæjarklaustri vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli.

Mikil rigning hefur verið á Kirkjubæjarklaustri síðustu daga og segir Lilja að vegna þess sé askan lítið sjáanleg. „Íslendingar hafa lítið látið sjá sig og ég fæ mikið af fyrirspurnum hvort að það sé í lagi að koma með húsbíla, úr því að ekki sé hægt að tjalda. Staðreyndin er hins vegar sú að hér lítur allt svo vel út, gróðurinn er ótrúlega flottur og það er gaman að keyra um Suðurlandið þessa dagana. Það er ótrúlegt hvað allt hefur náð að jafna sig fljótt," segir Lilja.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.