Innlent

Vilja afnema sérréttindi trúfélaga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Auður Lilja Erlingsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auður Lilja Erlingsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að dóms- og mannréttindaráðherra tryggi jafnrétti og jöfn tækifæri lífsskoðunarfélaga, jaft trúarlegra sem veraldlega. Í greinagerð með tillögunni segja þau að slíkum félögum sé mismunað með ýmsum hætti.

Til dæmis geti trúfélög samkvæmt lögum vígt hjúskap lagalega, en veraldleg lífsskoðunarfélög ekki. Veraldleg lífsskoðunarfélög fái enga reglubundna aðstoð eða fjármögnun frá ríkinu. Þá njóti Þjóðkirkjan sérstakrar verndar forseta Íslands.

Þingmennirnir sem standa að baki frumvarpinu er þær Auður Lilja Erlingsdóttir, Margrét Pétursdóttir og Lilja Mósesdóttir úr VG, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Skúli Helgason úr Samfylkingunni og Birgitta Jónsdóttir úr Hreyfingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×