Íslenski boltinn

Alfreð fótboltafróðastur í Pepsi-deildinni

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.

Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki bar sigurorð af Daða Guðmundssyni úr Fram í úrslitaviðureigninni í spurningakeppni í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7.

Fulltrúar frá öllum tólf liðum Pepsi-deildarinnar tóku þátt í keppninni og mættust Alfreð og Daði í úrslitum í dag.

Aðeins var spurt úr fótboltaheiminum en Alfreð fór hreinlega á kostum og vann örugglega 36-18.

Alfreð var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra þar sem hann raðaði inn mörkum og getur nú einnig kallað sig fótboltafróðasta leikmann deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×