Innlent

Enn leitað að Sunnubúðarræningjanum

MYND/Valli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að manni sem framdi vopnað rán í Sunnubúð í Hlíðunum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu náðust greinargóðar myndir af manninum á öryggismyndavél sem staðsett er í búðinni og er um að ræða karlmann, 18 til 22 ára gamlann og var hann klæddur í dökka úlpu og víðar gallabuxur.

Að sögn eiganda búðarinnar var þrítugur sonur hans einn við störf þegar ræninginn gekk inn og brást hann hárrétt við og afhenti manninum peningana úr kassanum. Um smáræði var að ræða enda regla að geyma þar ekki háar fjárhæðir.

Fyrir rúmum tveimur árum var sama búð rænd en þá réðust þrír menn með exi að starfsmanni og höfðu með sér fjármuni og tóbak.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×