Innlent

Davíð Oddsson farinn úr landi

Davíð Oddsson þegar hann starfaði sem seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson þegar hann starfaði sem seðlabankastjóri.

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, verður staddur í útlöndum þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður gerð opinber á mánudaginn.

Ekki er vitað hvert hann fór eða hversu lengi hann verður í útlöndum en Vísir hefur það eftir heimildum að hann verði ekki á landinu þegar skýrslan verður kynnt landsmönnum.

Í ljósi þess að Davíð var seðlabankastjóri þegar bankahrunið varð og nokkra mánuði eftir hrunið þá má gera ráð fyrir því að drjúgur hluti skýrslunnar muni fjalla um hans embættisverk.

Eins og fyrr segir þá er Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins þannig hann mun ekki vera staddur á ritstjórn blaðsins þegar það fjallar um skýrsluna.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.