Blendnar tilfinningar 5. júní 2010 13:26 Halldóra Geirharðsdóttir fékk þrjár tilnefningar. Mynd/Anton Brink „Það er gott að hrista upp í hlutunum," segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, sem fékk í gær þrjár tilnefningar til Grímuverðlauna. Alls er tilnefnt í 17 flokkum til Grímuverðlaunanna í ár. Ása Richardsdóttir, formaður stjórnar Grímunnar, segir að bæði stór og lítil verk standi upp úr eftir leikárið, en minni dreifing sé á tilnefningum í ár. „Við sjáum strax að valnefndir voru mjög sammála. Það voru um það bil tíu sýningar að fá langflestar tilnefningar," segir Ása. Þetta er Í fyrsta sinn sem Borgarleikhúsið fær fjórar af fimm tilnefningum fyrir sýningu ársins. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri, segir tilnefningarnar hvatningu til að halda áfram. „Við erum afskaplega þakklát og stolt af okkar starfsfólki og sýningum. Þetta var sterkt leikár í Borgarleikhúsinu og öðrum leikhúsum. Við erum auðvitað þakklát fyrir þessa viðurkenningu þó það sé ekki upphaf og endir alls," segir Magnús Geir. Halldóra Geirharðsdóttir fékk þrjár tilnefningar, tvær fyrir leikkonu í aðalhlutverki og eina sem leikskáld. „Þetta er alltaf rosalega gaman en þetta eru mjög blendnar tilfinningar út af því að manni er hampað umfram félaga sína sem standa með manni á sviðinu. Ég hef alltaf átt svolítið erfitt með vera dregin út úr hópnum því ég hef alltaf verið hópdýr. Mér finnst það ekki þægilegt," segir Halldóra. Jón Atli Jónasson hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar. Hann sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann sagðist myndu sniðganga verðlaunin vegna verndara verðlaunanna sem Ólafur Ragnar Grímsson. Halldóra segir þann gjörning hafa verið hressandi. „Við erum ekki búin að klára pakkann hvort við þurfum yfirhöfuð á verndara að halda eða ekki. Yfir heildina þá nennum við kannski að vera með einhverjar stórar yfirlýsingar en það eru allir að íhuga þetta," segir Halldóra. Grímuhátíðin verður haldin í áttunda sinn í Þjóðleikhúsinu 16. júiní og verður sjónvarpað beint á Stöð 2. Tengdar fréttir Engir ráðamenn afhenda Grímuna - Ólafur Ragnar áfram verndari Engir ráðamenn munu veita verðlaun á Grímunni samkvæmt Ásu Richardsdóttur, forseta Leiklistarsambandsins. Þetta var ákveðið af stjórn sambandsins í apríl að undangengnum fundi í fulltrúaráði. 3. júní 2010 15:00 Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". 1. júní 2010 21:48 Leikhúsheimur nötrar eftir forsetagjörning Jóns Atla Benedikt Erlingsson segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaun af honum. Jón Atli Jónasson neitar að taka við Grímutilnefningum vegna þess að forseti Íslands er verndari verðlaunanna. 3. júní 2010 11:00 Ekki stefnir í að listamenn sniðgangi Grímuna Ekkert bendir til að listamenn muni sniðganga Grímuverðlaunin í ár, þrátt fyrir umræðu um aðkomu ráðamanna að verðlaununum. Formaður stjórnar Grímuverðlaunanna segir engan ráðamann afhenda verðlaun að þessu sinni. 4. júní 2010 12:20 Borgarleikhúsið með flestar tilnefningar til Grímunnar Tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2010 voru opinberaðar við formlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum síðdegis í dag. Borgarleikhúsið hlýtur flestar tilnefningar þetta árið, alls 34. Þetta eru fleiri tilnefningar en leikhús hefur nokkru sinni hlotið í sögu Grímunnar á einu ári. 4. júní 2010 20:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Það er gott að hrista upp í hlutunum," segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, sem fékk í gær þrjár tilnefningar til Grímuverðlauna. Alls er tilnefnt í 17 flokkum til Grímuverðlaunanna í ár. Ása Richardsdóttir, formaður stjórnar Grímunnar, segir að bæði stór og lítil verk standi upp úr eftir leikárið, en minni dreifing sé á tilnefningum í ár. „Við sjáum strax að valnefndir voru mjög sammála. Það voru um það bil tíu sýningar að fá langflestar tilnefningar," segir Ása. Þetta er Í fyrsta sinn sem Borgarleikhúsið fær fjórar af fimm tilnefningum fyrir sýningu ársins. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri, segir tilnefningarnar hvatningu til að halda áfram. „Við erum afskaplega þakklát og stolt af okkar starfsfólki og sýningum. Þetta var sterkt leikár í Borgarleikhúsinu og öðrum leikhúsum. Við erum auðvitað þakklát fyrir þessa viðurkenningu þó það sé ekki upphaf og endir alls," segir Magnús Geir. Halldóra Geirharðsdóttir fékk þrjár tilnefningar, tvær fyrir leikkonu í aðalhlutverki og eina sem leikskáld. „Þetta er alltaf rosalega gaman en þetta eru mjög blendnar tilfinningar út af því að manni er hampað umfram félaga sína sem standa með manni á sviðinu. Ég hef alltaf átt svolítið erfitt með vera dregin út úr hópnum því ég hef alltaf verið hópdýr. Mér finnst það ekki þægilegt," segir Halldóra. Jón Atli Jónasson hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar. Hann sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann sagðist myndu sniðganga verðlaunin vegna verndara verðlaunanna sem Ólafur Ragnar Grímsson. Halldóra segir þann gjörning hafa verið hressandi. „Við erum ekki búin að klára pakkann hvort við þurfum yfirhöfuð á verndara að halda eða ekki. Yfir heildina þá nennum við kannski að vera með einhverjar stórar yfirlýsingar en það eru allir að íhuga þetta," segir Halldóra. Grímuhátíðin verður haldin í áttunda sinn í Þjóðleikhúsinu 16. júiní og verður sjónvarpað beint á Stöð 2.
Tengdar fréttir Engir ráðamenn afhenda Grímuna - Ólafur Ragnar áfram verndari Engir ráðamenn munu veita verðlaun á Grímunni samkvæmt Ásu Richardsdóttur, forseta Leiklistarsambandsins. Þetta var ákveðið af stjórn sambandsins í apríl að undangengnum fundi í fulltrúaráði. 3. júní 2010 15:00 Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". 1. júní 2010 21:48 Leikhúsheimur nötrar eftir forsetagjörning Jóns Atla Benedikt Erlingsson segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaun af honum. Jón Atli Jónasson neitar að taka við Grímutilnefningum vegna þess að forseti Íslands er verndari verðlaunanna. 3. júní 2010 11:00 Ekki stefnir í að listamenn sniðgangi Grímuna Ekkert bendir til að listamenn muni sniðganga Grímuverðlaunin í ár, þrátt fyrir umræðu um aðkomu ráðamanna að verðlaununum. Formaður stjórnar Grímuverðlaunanna segir engan ráðamann afhenda verðlaun að þessu sinni. 4. júní 2010 12:20 Borgarleikhúsið með flestar tilnefningar til Grímunnar Tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2010 voru opinberaðar við formlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum síðdegis í dag. Borgarleikhúsið hlýtur flestar tilnefningar þetta árið, alls 34. Þetta eru fleiri tilnefningar en leikhús hefur nokkru sinni hlotið í sögu Grímunnar á einu ári. 4. júní 2010 20:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Engir ráðamenn afhenda Grímuna - Ólafur Ragnar áfram verndari Engir ráðamenn munu veita verðlaun á Grímunni samkvæmt Ásu Richardsdóttur, forseta Leiklistarsambandsins. Þetta var ákveðið af stjórn sambandsins í apríl að undangengnum fundi í fulltrúaráði. 3. júní 2010 15:00
Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". 1. júní 2010 21:48
Leikhúsheimur nötrar eftir forsetagjörning Jóns Atla Benedikt Erlingsson segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaun af honum. Jón Atli Jónasson neitar að taka við Grímutilnefningum vegna þess að forseti Íslands er verndari verðlaunanna. 3. júní 2010 11:00
Ekki stefnir í að listamenn sniðgangi Grímuna Ekkert bendir til að listamenn muni sniðganga Grímuverðlaunin í ár, þrátt fyrir umræðu um aðkomu ráðamanna að verðlaununum. Formaður stjórnar Grímuverðlaunanna segir engan ráðamann afhenda verðlaun að þessu sinni. 4. júní 2010 12:20
Borgarleikhúsið með flestar tilnefningar til Grímunnar Tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2010 voru opinberaðar við formlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum síðdegis í dag. Borgarleikhúsið hlýtur flestar tilnefningar þetta árið, alls 34. Þetta eru fleiri tilnefningar en leikhús hefur nokkru sinni hlotið í sögu Grímunnar á einu ári. 4. júní 2010 20:15