Blendnar tilfinningar 5. júní 2010 13:26 Halldóra Geirharðsdóttir fékk þrjár tilnefningar. Mynd/Anton Brink „Það er gott að hrista upp í hlutunum," segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, sem fékk í gær þrjár tilnefningar til Grímuverðlauna. Alls er tilnefnt í 17 flokkum til Grímuverðlaunanna í ár. Ása Richardsdóttir, formaður stjórnar Grímunnar, segir að bæði stór og lítil verk standi upp úr eftir leikárið, en minni dreifing sé á tilnefningum í ár. „Við sjáum strax að valnefndir voru mjög sammála. Það voru um það bil tíu sýningar að fá langflestar tilnefningar," segir Ása. Þetta er Í fyrsta sinn sem Borgarleikhúsið fær fjórar af fimm tilnefningum fyrir sýningu ársins. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri, segir tilnefningarnar hvatningu til að halda áfram. „Við erum afskaplega þakklát og stolt af okkar starfsfólki og sýningum. Þetta var sterkt leikár í Borgarleikhúsinu og öðrum leikhúsum. Við erum auðvitað þakklát fyrir þessa viðurkenningu þó það sé ekki upphaf og endir alls," segir Magnús Geir. Halldóra Geirharðsdóttir fékk þrjár tilnefningar, tvær fyrir leikkonu í aðalhlutverki og eina sem leikskáld. „Þetta er alltaf rosalega gaman en þetta eru mjög blendnar tilfinningar út af því að manni er hampað umfram félaga sína sem standa með manni á sviðinu. Ég hef alltaf átt svolítið erfitt með vera dregin út úr hópnum því ég hef alltaf verið hópdýr. Mér finnst það ekki þægilegt," segir Halldóra. Jón Atli Jónasson hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar. Hann sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann sagðist myndu sniðganga verðlaunin vegna verndara verðlaunanna sem Ólafur Ragnar Grímsson. Halldóra segir þann gjörning hafa verið hressandi. „Við erum ekki búin að klára pakkann hvort við þurfum yfirhöfuð á verndara að halda eða ekki. Yfir heildina þá nennum við kannski að vera með einhverjar stórar yfirlýsingar en það eru allir að íhuga þetta," segir Halldóra. Grímuhátíðin verður haldin í áttunda sinn í Þjóðleikhúsinu 16. júiní og verður sjónvarpað beint á Stöð 2. Tengdar fréttir Engir ráðamenn afhenda Grímuna - Ólafur Ragnar áfram verndari Engir ráðamenn munu veita verðlaun á Grímunni samkvæmt Ásu Richardsdóttur, forseta Leiklistarsambandsins. Þetta var ákveðið af stjórn sambandsins í apríl að undangengnum fundi í fulltrúaráði. 3. júní 2010 15:00 Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". 1. júní 2010 21:48 Leikhúsheimur nötrar eftir forsetagjörning Jóns Atla Benedikt Erlingsson segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaun af honum. Jón Atli Jónasson neitar að taka við Grímutilnefningum vegna þess að forseti Íslands er verndari verðlaunanna. 3. júní 2010 11:00 Ekki stefnir í að listamenn sniðgangi Grímuna Ekkert bendir til að listamenn muni sniðganga Grímuverðlaunin í ár, þrátt fyrir umræðu um aðkomu ráðamanna að verðlaununum. Formaður stjórnar Grímuverðlaunanna segir engan ráðamann afhenda verðlaun að þessu sinni. 4. júní 2010 12:20 Borgarleikhúsið með flestar tilnefningar til Grímunnar Tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2010 voru opinberaðar við formlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum síðdegis í dag. Borgarleikhúsið hlýtur flestar tilnefningar þetta árið, alls 34. Þetta eru fleiri tilnefningar en leikhús hefur nokkru sinni hlotið í sögu Grímunnar á einu ári. 4. júní 2010 20:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Sjá meira
„Það er gott að hrista upp í hlutunum," segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, sem fékk í gær þrjár tilnefningar til Grímuverðlauna. Alls er tilnefnt í 17 flokkum til Grímuverðlaunanna í ár. Ása Richardsdóttir, formaður stjórnar Grímunnar, segir að bæði stór og lítil verk standi upp úr eftir leikárið, en minni dreifing sé á tilnefningum í ár. „Við sjáum strax að valnefndir voru mjög sammála. Það voru um það bil tíu sýningar að fá langflestar tilnefningar," segir Ása. Þetta er Í fyrsta sinn sem Borgarleikhúsið fær fjórar af fimm tilnefningum fyrir sýningu ársins. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri, segir tilnefningarnar hvatningu til að halda áfram. „Við erum afskaplega þakklát og stolt af okkar starfsfólki og sýningum. Þetta var sterkt leikár í Borgarleikhúsinu og öðrum leikhúsum. Við erum auðvitað þakklát fyrir þessa viðurkenningu þó það sé ekki upphaf og endir alls," segir Magnús Geir. Halldóra Geirharðsdóttir fékk þrjár tilnefningar, tvær fyrir leikkonu í aðalhlutverki og eina sem leikskáld. „Þetta er alltaf rosalega gaman en þetta eru mjög blendnar tilfinningar út af því að manni er hampað umfram félaga sína sem standa með manni á sviðinu. Ég hef alltaf átt svolítið erfitt með vera dregin út úr hópnum því ég hef alltaf verið hópdýr. Mér finnst það ekki þægilegt," segir Halldóra. Jón Atli Jónasson hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar. Hann sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann sagðist myndu sniðganga verðlaunin vegna verndara verðlaunanna sem Ólafur Ragnar Grímsson. Halldóra segir þann gjörning hafa verið hressandi. „Við erum ekki búin að klára pakkann hvort við þurfum yfirhöfuð á verndara að halda eða ekki. Yfir heildina þá nennum við kannski að vera með einhverjar stórar yfirlýsingar en það eru allir að íhuga þetta," segir Halldóra. Grímuhátíðin verður haldin í áttunda sinn í Þjóðleikhúsinu 16. júiní og verður sjónvarpað beint á Stöð 2.
Tengdar fréttir Engir ráðamenn afhenda Grímuna - Ólafur Ragnar áfram verndari Engir ráðamenn munu veita verðlaun á Grímunni samkvæmt Ásu Richardsdóttur, forseta Leiklistarsambandsins. Þetta var ákveðið af stjórn sambandsins í apríl að undangengnum fundi í fulltrúaráði. 3. júní 2010 15:00 Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". 1. júní 2010 21:48 Leikhúsheimur nötrar eftir forsetagjörning Jóns Atla Benedikt Erlingsson segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaun af honum. Jón Atli Jónasson neitar að taka við Grímutilnefningum vegna þess að forseti Íslands er verndari verðlaunanna. 3. júní 2010 11:00 Ekki stefnir í að listamenn sniðgangi Grímuna Ekkert bendir til að listamenn muni sniðganga Grímuverðlaunin í ár, þrátt fyrir umræðu um aðkomu ráðamanna að verðlaununum. Formaður stjórnar Grímuverðlaunanna segir engan ráðamann afhenda verðlaun að þessu sinni. 4. júní 2010 12:20 Borgarleikhúsið með flestar tilnefningar til Grímunnar Tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2010 voru opinberaðar við formlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum síðdegis í dag. Borgarleikhúsið hlýtur flestar tilnefningar þetta árið, alls 34. Þetta eru fleiri tilnefningar en leikhús hefur nokkru sinni hlotið í sögu Grímunnar á einu ári. 4. júní 2010 20:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Sjá meira
Engir ráðamenn afhenda Grímuna - Ólafur Ragnar áfram verndari Engir ráðamenn munu veita verðlaun á Grímunni samkvæmt Ásu Richardsdóttur, forseta Leiklistarsambandsins. Þetta var ákveðið af stjórn sambandsins í apríl að undangengnum fundi í fulltrúaráði. 3. júní 2010 15:00
Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar". 1. júní 2010 21:48
Leikhúsheimur nötrar eftir forsetagjörning Jóns Atla Benedikt Erlingsson segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaun af honum. Jón Atli Jónasson neitar að taka við Grímutilnefningum vegna þess að forseti Íslands er verndari verðlaunanna. 3. júní 2010 11:00
Ekki stefnir í að listamenn sniðgangi Grímuna Ekkert bendir til að listamenn muni sniðganga Grímuverðlaunin í ár, þrátt fyrir umræðu um aðkomu ráðamanna að verðlaununum. Formaður stjórnar Grímuverðlaunanna segir engan ráðamann afhenda verðlaun að þessu sinni. 4. júní 2010 12:20
Borgarleikhúsið með flestar tilnefningar til Grímunnar Tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2010 voru opinberaðar við formlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum síðdegis í dag. Borgarleikhúsið hlýtur flestar tilnefningar þetta árið, alls 34. Þetta eru fleiri tilnefningar en leikhús hefur nokkru sinni hlotið í sögu Grímunnar á einu ári. 4. júní 2010 20:15