Innlent

Ekki stefnir í að listamenn sniðgangi Grímuna

Sigríður guðlaugsdóttir skrifar
Listamönnum þykir ekki viðeigandi að forseti Íslands sé verndari Grímunnar.
Listamönnum þykir ekki viðeigandi að forseti Íslands sé verndari Grímunnar.

Ekkert bendir til að listamenn muni sniðganga Grímuverðlaunin í ár, þrátt fyrir umræðu um aðkomu ráðamanna að verðlaununum. Formaður stjórnar Grímuverðlaunanna segir engan ráðamann afhenda verðlaun að þessu sinni.

Leikskáldið Jón Atli Jónsson sagði í tilkynningu í vikunni að hann myndi hafna tilnefningu til Grímunnar vegna aðkomu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, sem er verndari hátíðarinnar.

Ása Richardsdóttir formaður stjórnar Grímunnar segir að í apríl hafi verið ákveðið að engir ráðamenn myndu afhenda verðlaun á hátíðinni í ár vegna aðstæðna í samfélaginu. Hún segir að ekki stefni í að listamenn sniðgangi verðlaunaafhendinguna þrátt fyrir umræðu síðustu daga.

Björn Ingi Hilmarsson, varaformaður Félags íslenskra leikara, segir að félagið hafi ekki tekið afstöðu til málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×