Innlent

Ólafur F: Bókhaldsbrellur og fjármálasukk fjórflokksins

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Mynd/GVA
Borgarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon segir að fulltrúar fjórflokksins hafi reynt að halda á lofti bókhaldsbrellum í umræðum um ársreikning Reykjavíkurborgar í borgarstjórn í dag. Hann gagnrýnir það sem kann kallar fjármálasukk fjórflokksins. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að flokkarnir hafi skuldsett borgina nánast í þrot vegna glórulítilla framkvæmda og fjárfestinga Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir vikið skuldi hver borgarbúi 2,5 milljón króna.

Ólafur lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum í dag: „Þær 2,5 milljónir króna sem hver einasti borgarbúi skuldar í dag eru að langmestu leyti tilkomnar vegna glórulítilla fjárfestinga og framkvæmda í orkumálum og takmarkalítillar þjónkunar við erlend málmbræðslufyrirtæki.




Tengdar fréttir

Borgarsjóður hallalaus og veruleg umskipti í rekstri

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 er lagður fram á borgarstjórnarfundi í dag en samkvæmt honum var borgarsjóður rekinn hallalaus og veruleg umskipti urðu til hins betra í rekstri samstæðunnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir þetta mikil og góð tíðindi fyrir Reykvíkinga.

Dagur: Slæm staða OR varpar skugga á ársreikninginn

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að slæm staða Orkuveitunnar og aðgerðarleysi í fjármálum fyrirtækisins varpi skugga á annars vel viðundandi stöðu borgarsjóðs en ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í borgarstjórn í dag.

Sóley: Gengið of nærri grunnþjónustunni

„Niðurstaða ársreiknings Reykjavíkurborgar er árangur af niðurskurði, þar sem gengið hefur verið allt of nærri grunnþjónustu sveitarfélagsins gagnvart íbúum. Athyglisverðast er þó að skoða stöðu B-hlutafyrirtækja borgarinnar, en þau sinna grunnþjónustu sem skiptir sköpum fyrir alla borgarbúa. Hæst bera þar Orkuveita Reykjavíkur, Félagsbústaðir, Strætó, Sorpa og Slökkviliðið – en staða þeirra grafalvarleg,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í Reykjavík, í tilkynningu. Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í borgarstjórn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×