Innlent

Þjófar á ferð í Kópavogi

Tilkynnt var um innbrot í gám sem stóð í Bæjarlind í Kópavogi í morgun. Að sögn lögreglu er óljóst hvað þjófarnir höfðu upp úr krafsinu.

Þá varð eigandi bifreiðar í Kórahverfi í Kópavogi fyrir því að einhverjir óprúttnir aðilar höfðu stolið hjólbörðum og felgum undan bílnum. Það mál er einnig í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×