Enski boltinn

Ferguson framlengir við Birmingham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Skoski miðjumaðurinn Barry Ferguson hefur framlengt samningi sínum við félagið til ársins 2012. Hann er afar ánægður með þá niðurstöðu.

Ferguson var valinn leikmaður ársins hjá félaginu á síðustu leiktíð og hefur slegið rækilega í gegn síðan hann hrökklaðist frá Skotlandi yfir til Englands.

"Við gengum frá þessu fyrir keppnisferðalagið okkar. Nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta næstu tvö árin. Báðir aðilar vildu endilega framlengja og þetta var lítið mál," sagði Ferguson sem er afar hamingjusamur hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×