Innlent

Óku of hratt um Hvalfjarðargöngin

Úr myndsafni.
Úr myndsafni. Mynd/Pjetur
Brot 99 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum á dagana 7. til 12. janúar. Vöktuð voru 10.360 ökutæki og því ók mjög lítill hluti ökumanna, eða tæplega 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Niðurstaðan er svipuð fyrri hraðamælingum í Hvalfjarðargöngunum en brotahlutfallið í þeim verður að teljast mjög lágt, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Meðalhraði þeirra sem óku of hratt var rúmlega 83 km/klst en þarna er 70 kílómetra hámarkshraði. Fimm óku á 90 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 96.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×