Fótbolti

Hiddink skrifar undir hjá Tyrkjum á föstudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guus Hiddink bregður á leik á æfingu hjá Rússum.
Guus Hiddink bregður á leik á æfingu hjá Rússum. Mynd/AFP
Guus Hiddink verður næsti þjálfari tyrkneska landsliðsins og skrifar væntanlega undir samning við tyrkneska knattspyrnusambandið á föstudaginn kemur. Þetta kom fram í tyrkneskum fjölmiðlum í morgun.

Hiddink tilkynnti það um helgina að hann yrði ekki áfram þjálfari rússneska landsliðsins og hefur Hollendingurinn verið orðaður við bæði félagslið og landslið síðan þá.

Norður-Kórea og Nígería vildu endilega fá hann til að stýra sínum landsliðum á HM í Suður-Afríku sumar og það er líka vitað af áhuga Fílabeinsstrandarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×