Rúnar: Norðmönnum gengur illa að stjórna leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 14:15 Rúnar Kristinsson. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir möguleika Íslands gegn Noregi í kvöld góða. Liðin mætast þá á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2012. Rúnar hefur fylgst með norska liðinu undanfarin þrjú ár fyrir Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. Hann þekkir því vel til þess og Egil „Drillo" Olsen landsliðsþjálfara. „Liðið hefur verið mjög svipað í þeim síðustu fjórum leikjum sem ég hef séð," sagði Rúnar. „Vorið 2008 sá ég liðið spila gegn Úrúgvæ og er hann að nota enn mikið af sömu leikmönnum í dag." „Svo sá ég leik Norðmanna við Frakka í síðasta mánuði og munurinn á þessum leikjum er sá að liðið er miklu samæfðara og betra. Það er stór munur á því, að mér finnst." „Drillo vill nota ákveðin leikstíl og það hefur tekið tíma að fá leikmenn til að trúa á það og vinna samkvæmt því. Gegn Frökkum fannst mér það afar sýnilegt hversu vel skipulagðir þeir voru." Rúnar á því von á betra norsku liði í kvöld en því sem gerði jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli fyrir ári síðan í undankeppni HM 2010. „Við getum hins vegar mögulega grætt á því að Noregur hefur undanfarið ár spilað við erfiða andstæðinga og hafa því ekki þurft að stjórna leikjunum. Þeir vilja geta lagst í skotgrafirnar, varist vel og beitt skyndisóknum. Þeir eru góðir í því." „Það er svo sem ekki heldur sterkasta hlið Íslands að stjórna sínum leikjum og því eru viðureignir þessara liða oft jafnar og miklir baráttuleikir. Ég á samt sem áður von á því að Norðmenn séu betri í því núna og leika skipulagðari sóknarleik en oft áður." Hann fagnar því að margir ungir leikmenn fái nú tækifæri með A-landsliði Íslands. „U-21 liðið hefur verið að standa sig mjög vel og þar að auki á Ísland marga góða unga stráka sem eru að standa sig vel með sínum liðum víðs vegar í Evrópu. Ég tel að hungrið til að standa sig vel með A-landsliðinu sé til staðar hjá þessum leikmönnum og það er afar mikilvægt og jákvætt." „Ég tel að íslenska liðið sé vel í stakk búið til að standa sig vel í kvöld. Ef við getum barist við þá í háloftunum og mætt þeim í líkamlegum styrk þá eru möguleikar Íslands góðir." Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir möguleika Íslands gegn Noregi í kvöld góða. Liðin mætast þá á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2012. Rúnar hefur fylgst með norska liðinu undanfarin þrjú ár fyrir Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. Hann þekkir því vel til þess og Egil „Drillo" Olsen landsliðsþjálfara. „Liðið hefur verið mjög svipað í þeim síðustu fjórum leikjum sem ég hef séð," sagði Rúnar. „Vorið 2008 sá ég liðið spila gegn Úrúgvæ og er hann að nota enn mikið af sömu leikmönnum í dag." „Svo sá ég leik Norðmanna við Frakka í síðasta mánuði og munurinn á þessum leikjum er sá að liðið er miklu samæfðara og betra. Það er stór munur á því, að mér finnst." „Drillo vill nota ákveðin leikstíl og það hefur tekið tíma að fá leikmenn til að trúa á það og vinna samkvæmt því. Gegn Frökkum fannst mér það afar sýnilegt hversu vel skipulagðir þeir voru." Rúnar á því von á betra norsku liði í kvöld en því sem gerði jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli fyrir ári síðan í undankeppni HM 2010. „Við getum hins vegar mögulega grætt á því að Noregur hefur undanfarið ár spilað við erfiða andstæðinga og hafa því ekki þurft að stjórna leikjunum. Þeir vilja geta lagst í skotgrafirnar, varist vel og beitt skyndisóknum. Þeir eru góðir í því." „Það er svo sem ekki heldur sterkasta hlið Íslands að stjórna sínum leikjum og því eru viðureignir þessara liða oft jafnar og miklir baráttuleikir. Ég á samt sem áður von á því að Norðmenn séu betri í því núna og leika skipulagðari sóknarleik en oft áður." Hann fagnar því að margir ungir leikmenn fái nú tækifæri með A-landsliði Íslands. „U-21 liðið hefur verið að standa sig mjög vel og þar að auki á Ísland marga góða unga stráka sem eru að standa sig vel með sínum liðum víðs vegar í Evrópu. Ég tel að hungrið til að standa sig vel með A-landsliðinu sé til staðar hjá þessum leikmönnum og það er afar mikilvægt og jákvætt." „Ég tel að íslenska liðið sé vel í stakk búið til að standa sig vel í kvöld. Ef við getum barist við þá í háloftunum og mætt þeim í líkamlegum styrk þá eru möguleikar Íslands góðir."
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira