Rúnar: Norðmönnum gengur illa að stjórna leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 14:15 Rúnar Kristinsson. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir möguleika Íslands gegn Noregi í kvöld góða. Liðin mætast þá á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2012. Rúnar hefur fylgst með norska liðinu undanfarin þrjú ár fyrir Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. Hann þekkir því vel til þess og Egil „Drillo" Olsen landsliðsþjálfara. „Liðið hefur verið mjög svipað í þeim síðustu fjórum leikjum sem ég hef séð," sagði Rúnar. „Vorið 2008 sá ég liðið spila gegn Úrúgvæ og er hann að nota enn mikið af sömu leikmönnum í dag." „Svo sá ég leik Norðmanna við Frakka í síðasta mánuði og munurinn á þessum leikjum er sá að liðið er miklu samæfðara og betra. Það er stór munur á því, að mér finnst." „Drillo vill nota ákveðin leikstíl og það hefur tekið tíma að fá leikmenn til að trúa á það og vinna samkvæmt því. Gegn Frökkum fannst mér það afar sýnilegt hversu vel skipulagðir þeir voru." Rúnar á því von á betra norsku liði í kvöld en því sem gerði jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli fyrir ári síðan í undankeppni HM 2010. „Við getum hins vegar mögulega grætt á því að Noregur hefur undanfarið ár spilað við erfiða andstæðinga og hafa því ekki þurft að stjórna leikjunum. Þeir vilja geta lagst í skotgrafirnar, varist vel og beitt skyndisóknum. Þeir eru góðir í því." „Það er svo sem ekki heldur sterkasta hlið Íslands að stjórna sínum leikjum og því eru viðureignir þessara liða oft jafnar og miklir baráttuleikir. Ég á samt sem áður von á því að Norðmenn séu betri í því núna og leika skipulagðari sóknarleik en oft áður." Hann fagnar því að margir ungir leikmenn fái nú tækifæri með A-landsliði Íslands. „U-21 liðið hefur verið að standa sig mjög vel og þar að auki á Ísland marga góða unga stráka sem eru að standa sig vel með sínum liðum víðs vegar í Evrópu. Ég tel að hungrið til að standa sig vel með A-landsliðinu sé til staðar hjá þessum leikmönnum og það er afar mikilvægt og jákvætt." „Ég tel að íslenska liðið sé vel í stakk búið til að standa sig vel í kvöld. Ef við getum barist við þá í háloftunum og mætt þeim í líkamlegum styrk þá eru möguleikar Íslands góðir." Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir möguleika Íslands gegn Noregi í kvöld góða. Liðin mætast þá á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2012. Rúnar hefur fylgst með norska liðinu undanfarin þrjú ár fyrir Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. Hann þekkir því vel til þess og Egil „Drillo" Olsen landsliðsþjálfara. „Liðið hefur verið mjög svipað í þeim síðustu fjórum leikjum sem ég hef séð," sagði Rúnar. „Vorið 2008 sá ég liðið spila gegn Úrúgvæ og er hann að nota enn mikið af sömu leikmönnum í dag." „Svo sá ég leik Norðmanna við Frakka í síðasta mánuði og munurinn á þessum leikjum er sá að liðið er miklu samæfðara og betra. Það er stór munur á því, að mér finnst." „Drillo vill nota ákveðin leikstíl og það hefur tekið tíma að fá leikmenn til að trúa á það og vinna samkvæmt því. Gegn Frökkum fannst mér það afar sýnilegt hversu vel skipulagðir þeir voru." Rúnar á því von á betra norsku liði í kvöld en því sem gerði jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli fyrir ári síðan í undankeppni HM 2010. „Við getum hins vegar mögulega grætt á því að Noregur hefur undanfarið ár spilað við erfiða andstæðinga og hafa því ekki þurft að stjórna leikjunum. Þeir vilja geta lagst í skotgrafirnar, varist vel og beitt skyndisóknum. Þeir eru góðir í því." „Það er svo sem ekki heldur sterkasta hlið Íslands að stjórna sínum leikjum og því eru viðureignir þessara liða oft jafnar og miklir baráttuleikir. Ég á samt sem áður von á því að Norðmenn séu betri í því núna og leika skipulagðari sóknarleik en oft áður." Hann fagnar því að margir ungir leikmenn fái nú tækifæri með A-landsliði Íslands. „U-21 liðið hefur verið að standa sig mjög vel og þar að auki á Ísland marga góða unga stráka sem eru að standa sig vel með sínum liðum víðs vegar í Evrópu. Ég tel að hungrið til að standa sig vel með A-landsliðinu sé til staðar hjá þessum leikmönnum og það er afar mikilvægt og jákvætt." „Ég tel að íslenska liðið sé vel í stakk búið til að standa sig vel í kvöld. Ef við getum barist við þá í háloftunum og mætt þeim í líkamlegum styrk þá eru möguleikar Íslands góðir."
Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira