Rúnar: Norðmönnum gengur illa að stjórna leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 14:15 Rúnar Kristinsson. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir möguleika Íslands gegn Noregi í kvöld góða. Liðin mætast þá á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2012. Rúnar hefur fylgst með norska liðinu undanfarin þrjú ár fyrir Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. Hann þekkir því vel til þess og Egil „Drillo" Olsen landsliðsþjálfara. „Liðið hefur verið mjög svipað í þeim síðustu fjórum leikjum sem ég hef séð," sagði Rúnar. „Vorið 2008 sá ég liðið spila gegn Úrúgvæ og er hann að nota enn mikið af sömu leikmönnum í dag." „Svo sá ég leik Norðmanna við Frakka í síðasta mánuði og munurinn á þessum leikjum er sá að liðið er miklu samæfðara og betra. Það er stór munur á því, að mér finnst." „Drillo vill nota ákveðin leikstíl og það hefur tekið tíma að fá leikmenn til að trúa á það og vinna samkvæmt því. Gegn Frökkum fannst mér það afar sýnilegt hversu vel skipulagðir þeir voru." Rúnar á því von á betra norsku liði í kvöld en því sem gerði jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli fyrir ári síðan í undankeppni HM 2010. „Við getum hins vegar mögulega grætt á því að Noregur hefur undanfarið ár spilað við erfiða andstæðinga og hafa því ekki þurft að stjórna leikjunum. Þeir vilja geta lagst í skotgrafirnar, varist vel og beitt skyndisóknum. Þeir eru góðir í því." „Það er svo sem ekki heldur sterkasta hlið Íslands að stjórna sínum leikjum og því eru viðureignir þessara liða oft jafnar og miklir baráttuleikir. Ég á samt sem áður von á því að Norðmenn séu betri í því núna og leika skipulagðari sóknarleik en oft áður." Hann fagnar því að margir ungir leikmenn fái nú tækifæri með A-landsliði Íslands. „U-21 liðið hefur verið að standa sig mjög vel og þar að auki á Ísland marga góða unga stráka sem eru að standa sig vel með sínum liðum víðs vegar í Evrópu. Ég tel að hungrið til að standa sig vel með A-landsliðinu sé til staðar hjá þessum leikmönnum og það er afar mikilvægt og jákvætt." „Ég tel að íslenska liðið sé vel í stakk búið til að standa sig vel í kvöld. Ef við getum barist við þá í háloftunum og mætt þeim í líkamlegum styrk þá eru möguleikar Íslands góðir." Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir möguleika Íslands gegn Noregi í kvöld góða. Liðin mætast þá á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2012. Rúnar hefur fylgst með norska liðinu undanfarin þrjú ár fyrir Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. Hann þekkir því vel til þess og Egil „Drillo" Olsen landsliðsþjálfara. „Liðið hefur verið mjög svipað í þeim síðustu fjórum leikjum sem ég hef séð," sagði Rúnar. „Vorið 2008 sá ég liðið spila gegn Úrúgvæ og er hann að nota enn mikið af sömu leikmönnum í dag." „Svo sá ég leik Norðmanna við Frakka í síðasta mánuði og munurinn á þessum leikjum er sá að liðið er miklu samæfðara og betra. Það er stór munur á því, að mér finnst." „Drillo vill nota ákveðin leikstíl og það hefur tekið tíma að fá leikmenn til að trúa á það og vinna samkvæmt því. Gegn Frökkum fannst mér það afar sýnilegt hversu vel skipulagðir þeir voru." Rúnar á því von á betra norsku liði í kvöld en því sem gerði jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli fyrir ári síðan í undankeppni HM 2010. „Við getum hins vegar mögulega grætt á því að Noregur hefur undanfarið ár spilað við erfiða andstæðinga og hafa því ekki þurft að stjórna leikjunum. Þeir vilja geta lagst í skotgrafirnar, varist vel og beitt skyndisóknum. Þeir eru góðir í því." „Það er svo sem ekki heldur sterkasta hlið Íslands að stjórna sínum leikjum og því eru viðureignir þessara liða oft jafnar og miklir baráttuleikir. Ég á samt sem áður von á því að Norðmenn séu betri í því núna og leika skipulagðari sóknarleik en oft áður." Hann fagnar því að margir ungir leikmenn fái nú tækifæri með A-landsliði Íslands. „U-21 liðið hefur verið að standa sig mjög vel og þar að auki á Ísland marga góða unga stráka sem eru að standa sig vel með sínum liðum víðs vegar í Evrópu. Ég tel að hungrið til að standa sig vel með A-landsliðinu sé til staðar hjá þessum leikmönnum og það er afar mikilvægt og jákvætt." „Ég tel að íslenska liðið sé vel í stakk búið til að standa sig vel í kvöld. Ef við getum barist við þá í háloftunum og mætt þeim í líkamlegum styrk þá eru möguleikar Íslands góðir."
Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira