Rúnar: Norðmönnum gengur illa að stjórna leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 14:15 Rúnar Kristinsson. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir möguleika Íslands gegn Noregi í kvöld góða. Liðin mætast þá á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2012. Rúnar hefur fylgst með norska liðinu undanfarin þrjú ár fyrir Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. Hann þekkir því vel til þess og Egil „Drillo" Olsen landsliðsþjálfara. „Liðið hefur verið mjög svipað í þeim síðustu fjórum leikjum sem ég hef séð," sagði Rúnar. „Vorið 2008 sá ég liðið spila gegn Úrúgvæ og er hann að nota enn mikið af sömu leikmönnum í dag." „Svo sá ég leik Norðmanna við Frakka í síðasta mánuði og munurinn á þessum leikjum er sá að liðið er miklu samæfðara og betra. Það er stór munur á því, að mér finnst." „Drillo vill nota ákveðin leikstíl og það hefur tekið tíma að fá leikmenn til að trúa á það og vinna samkvæmt því. Gegn Frökkum fannst mér það afar sýnilegt hversu vel skipulagðir þeir voru." Rúnar á því von á betra norsku liði í kvöld en því sem gerði jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli fyrir ári síðan í undankeppni HM 2010. „Við getum hins vegar mögulega grætt á því að Noregur hefur undanfarið ár spilað við erfiða andstæðinga og hafa því ekki þurft að stjórna leikjunum. Þeir vilja geta lagst í skotgrafirnar, varist vel og beitt skyndisóknum. Þeir eru góðir í því." „Það er svo sem ekki heldur sterkasta hlið Íslands að stjórna sínum leikjum og því eru viðureignir þessara liða oft jafnar og miklir baráttuleikir. Ég á samt sem áður von á því að Norðmenn séu betri í því núna og leika skipulagðari sóknarleik en oft áður." Hann fagnar því að margir ungir leikmenn fái nú tækifæri með A-landsliði Íslands. „U-21 liðið hefur verið að standa sig mjög vel og þar að auki á Ísland marga góða unga stráka sem eru að standa sig vel með sínum liðum víðs vegar í Evrópu. Ég tel að hungrið til að standa sig vel með A-landsliðinu sé til staðar hjá þessum leikmönnum og það er afar mikilvægt og jákvætt." „Ég tel að íslenska liðið sé vel í stakk búið til að standa sig vel í kvöld. Ef við getum barist við þá í háloftunum og mætt þeim í líkamlegum styrk þá eru möguleikar Íslands góðir." Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir möguleika Íslands gegn Noregi í kvöld góða. Liðin mætast þá á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2012. Rúnar hefur fylgst með norska liðinu undanfarin þrjú ár fyrir Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. Hann þekkir því vel til þess og Egil „Drillo" Olsen landsliðsþjálfara. „Liðið hefur verið mjög svipað í þeim síðustu fjórum leikjum sem ég hef séð," sagði Rúnar. „Vorið 2008 sá ég liðið spila gegn Úrúgvæ og er hann að nota enn mikið af sömu leikmönnum í dag." „Svo sá ég leik Norðmanna við Frakka í síðasta mánuði og munurinn á þessum leikjum er sá að liðið er miklu samæfðara og betra. Það er stór munur á því, að mér finnst." „Drillo vill nota ákveðin leikstíl og það hefur tekið tíma að fá leikmenn til að trúa á það og vinna samkvæmt því. Gegn Frökkum fannst mér það afar sýnilegt hversu vel skipulagðir þeir voru." Rúnar á því von á betra norsku liði í kvöld en því sem gerði jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli fyrir ári síðan í undankeppni HM 2010. „Við getum hins vegar mögulega grætt á því að Noregur hefur undanfarið ár spilað við erfiða andstæðinga og hafa því ekki þurft að stjórna leikjunum. Þeir vilja geta lagst í skotgrafirnar, varist vel og beitt skyndisóknum. Þeir eru góðir í því." „Það er svo sem ekki heldur sterkasta hlið Íslands að stjórna sínum leikjum og því eru viðureignir þessara liða oft jafnar og miklir baráttuleikir. Ég á samt sem áður von á því að Norðmenn séu betri í því núna og leika skipulagðari sóknarleik en oft áður." Hann fagnar því að margir ungir leikmenn fái nú tækifæri með A-landsliði Íslands. „U-21 liðið hefur verið að standa sig mjög vel og þar að auki á Ísland marga góða unga stráka sem eru að standa sig vel með sínum liðum víðs vegar í Evrópu. Ég tel að hungrið til að standa sig vel með A-landsliðinu sé til staðar hjá þessum leikmönnum og það er afar mikilvægt og jákvætt." „Ég tel að íslenska liðið sé vel í stakk búið til að standa sig vel í kvöld. Ef við getum barist við þá í háloftunum og mætt þeim í líkamlegum styrk þá eru möguleikar Íslands góðir."
Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira