Biður samkynhneigt fólk um fyrirgefningu 26. júní 2010 06:45 Séra Karl biðst fyrirgefningar á orðum sínum um áhrif þess að leyfa hjónaband samkynhneigðra. Hann hafi ekki ætlað sér að særa samkynhneigða. Biskup hafi „tekið afstöðu með hefðinni“ en íslenskt samfélag vilji breytingar. Biskup Íslands hvetur fólk til að horfa fram á veginn og taka höndum saman um stofnunina hjónabandið, í ljósi þess að Alþingi hefur nú breytt hjúskaparlögum og leyft hjónaband samkynhneigðra. Hann biðst fyrirgefningar vegna orða um hjónaband samkynhneigðra, sem hann lét falla árið 2006. Þá sagði hann að ef hjónabandið yrði ekki lengur skilgreint sem hjónaband karls og konu væri eitthvað nýtt orðið til og hið sígilda hjónaband „afnumið“. Hugtakinu væri þar með hent á sorphaugana. „Orð mín í hita leiksins hafa valdið sárum og ég biðst fyrirgefningar á því,“ segir séra Karl Sigurbjörnsson. Mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Þetta var tilvísun í að verið væri að gjörbreyta stofnun sem á sér mjög fornar rætur og skilgreiningu. Það var út af fyrir sig óheppilega orðað, eins og ýmsar athugasemdir sem falla í hita leiksins,“ segir biskup. Of mikið hafi verið gert úr þessum orðum sínum. Spurður hvort hann hafi skipt um skoðun og telji ekki lengur að hjónabandið bíði hnekki við það að samkynhneigðir taki þátt í því, segir Karl að sitt sýnist hverjum um niðurstöðu Alþingis. „Ýmsir, þar á meðal ég, vildu halda í hefðina. Ég var oft í vafa um hvað væri rétt og rangt í þessum efnum,“ segir hann. Á endanum hafi Karl „tekið afstöðu með hefðinni“. Hann hafi talið það skyldu sína. „En íslenskt samfélag vildi það ekki, heldur vildi breyta þessari hefð og þessari skilgreiningu,“ segir biskup. Karl leggur áherslu á að hann hafi með orðum sínum ekki ætlað að særa samkynhneigða. Af og frá sé að hann hafi viljað standa gegn þeim í réttindabaráttu þeirra. „En nú er komin niðurstaða og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um að styðja við hjónabandið og fjölskyldurnar í landinu. Þetta er elsta stofnun mannlegs samfélags og það skiptir miklu máli að fólk vill festa ráð sitt og standa við sínar dýrmætustu skuldbindingar. Það er aðalmálið,“ segir biskup. klemens@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Biskup Íslands hvetur fólk til að horfa fram á veginn og taka höndum saman um stofnunina hjónabandið, í ljósi þess að Alþingi hefur nú breytt hjúskaparlögum og leyft hjónaband samkynhneigðra. Hann biðst fyrirgefningar vegna orða um hjónaband samkynhneigðra, sem hann lét falla árið 2006. Þá sagði hann að ef hjónabandið yrði ekki lengur skilgreint sem hjónaband karls og konu væri eitthvað nýtt orðið til og hið sígilda hjónaband „afnumið“. Hugtakinu væri þar með hent á sorphaugana. „Orð mín í hita leiksins hafa valdið sárum og ég biðst fyrirgefningar á því,“ segir séra Karl Sigurbjörnsson. Mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Þetta var tilvísun í að verið væri að gjörbreyta stofnun sem á sér mjög fornar rætur og skilgreiningu. Það var út af fyrir sig óheppilega orðað, eins og ýmsar athugasemdir sem falla í hita leiksins,“ segir biskup. Of mikið hafi verið gert úr þessum orðum sínum. Spurður hvort hann hafi skipt um skoðun og telji ekki lengur að hjónabandið bíði hnekki við það að samkynhneigðir taki þátt í því, segir Karl að sitt sýnist hverjum um niðurstöðu Alþingis. „Ýmsir, þar á meðal ég, vildu halda í hefðina. Ég var oft í vafa um hvað væri rétt og rangt í þessum efnum,“ segir hann. Á endanum hafi Karl „tekið afstöðu með hefðinni“. Hann hafi talið það skyldu sína. „En íslenskt samfélag vildi það ekki, heldur vildi breyta þessari hefð og þessari skilgreiningu,“ segir biskup. Karl leggur áherslu á að hann hafi með orðum sínum ekki ætlað að særa samkynhneigða. Af og frá sé að hann hafi viljað standa gegn þeim í réttindabaráttu þeirra. „En nú er komin niðurstaða og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um að styðja við hjónabandið og fjölskyldurnar í landinu. Þetta er elsta stofnun mannlegs samfélags og það skiptir miklu máli að fólk vill festa ráð sitt og standa við sínar dýrmætustu skuldbindingar. Það er aðalmálið,“ segir biskup. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira