Enski boltinn

Kaupbanni á hendur Chelsea aflétt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti ræðir við Gael Kakuta á æfingu Chelsea.
Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti ræðir við Gael Kakuta á æfingu Chelsea. Nordic photos/AFP

Chelsea hefur unnið áfrýjun gegn kaupbanni sem alþjóða íþróttadómstóllinn dæmdi Lundúndafélagið í í kjölfarið á félagsskiptum hins unga Gael Kakuta frá Lens árið 2007.

Chelsea var upphaflega dæmt í 18 mánaða kaupbann sem átti að banna félaginu að kaupa nýja leikmenn í þann tiltekna tíma. Það má því búast við því að Chelsea komi af fullum þunga inn í baráttuna um stærstu bitana á markaðnum þegar félagsskiptaglugginn opnar aftur næsta sumar.

Chelsea hefur til að mynda verið orðað við Brasilíumanninn Alexandre Pato hjá AC Milan sem og Argentínumanninn Sergio Aguero hjá Atletico Madrid.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×