Enski boltinn

City fær Fulop að láni frá Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marton Fulop í leik með Sunderland í vetur.
Marton Fulop í leik með Sunderland í vetur. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City hefur fengið markvörðinn Marton Fulop að láni frá Sunderland fyrir síðustu þrjá leiki tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Aðalmarkvörður City, Shay Given, meiddist í leik liðsins gegn Arsenal um helgina og þar sem Stuart Taylor var meiddur fyrir og Joe Hart í láni hjá Birmingham var Færeyingurinn Gunnar Nielsen eini markvöðurinn eftir hjá félaginu.

City fékk því undanþágu frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar til að fá annan markvörð til liðs við félagið. Forráðamenn City reyndu að fá Hart til baka frá Birmingham en niðurstaðan varð sú að Fulop kæmi frá Sunderland.

City á í harðri baráttu við Tottenham, Aston Villa og Liverpool um fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum munu forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ekki hafa verið hrifnir af því að Hart færi aftur til City nú. Hann hefur slegið í gegn í deildinni í vetur og var valinn í lið ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×