Íslenski boltinn

Söknum Eiðs Smára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll í leiknum í kvöld. Hann tók stöðu Eiðs fyrir aftan framherjann.
Veigar Páll í leiknum í kvöld. Hann tók stöðu Eiðs fyrir aftan framherjann. Fréttablaðið/Anton
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var spurður hvort að möguleiki væri að kalla á Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið fyrir leikinn gegn Danmörku á þriðjudaginn.

„Ég svaraði þessu á sínum tíma. Eiður Smári var ekki valinn því hann er ekki í leikformi," sagði Ólafur.

„En auðvitað söknum við hans, svo sannarlega."

Eiður Smári gekk á dögunum í raðir Stoke City á Englandi og einbeitir sér að því nú að æfa með sínu nýja félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×